Framsal valds til stofnana ESB á mörkum stjórnarskrárinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júní 2018 07:00 Páll Magnússon mælti fyrir nefndaráliti um viðamiklar breytingar á persónuverndarlögum sem samþykktar voru á Alþingi í gær. Fréttablaðið Með upptöku nýrrar persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn er gengið lengra en nokkru sinni í framsali valdheimilda til alþjóðastofnana frá gildistöku EES-samningsins. Upptaka gerðarinnar var staðfest á Alþingi í síðustu viku og efnisreglur hennar voru innleiddar í íslensk lög á Alþingi í gær. Í EES-samstarfinu vakna æ fleiri álitaefni um hvort farið sé út fyrir mörk stjórnarskrárinnar með innleiðingu gerða sem stefna að auknu valdaframsali. Stjórnarskráin er alveg þögul um heimildir til slíks framsals, ólíkt stjórnarskrám flestra annarra Evrópuríkja. Þegar EES-samningurinn tók gildi þótti valdaframsalið sem í honum fólst á mörkum þess sem stjórnarskráin heimilaði en síðan hafa íslensk stjórnvöld ítrekað þurft að takast á við stjórnskipuleg vandkvæði vegna nýrra viðauka við samninginn. Með innleiðingunni fær, Evrópska persónuverndarráðið tilteknar valdheimildir gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum. Ekki var farin sú leið að fela eftirlitsstofnun EFTA þær heimildir. Í svari við fyrirspurn blaðsins til utanríkisráðuneytisins segir að Ísland sé ekki einrátt um hvaða leið sé farin heldur þurfi að semja um það bæði við EFTA-ríkin og ESB. Það sé hins vegar skoðun bæði þeirra ráðuneyta sem að málinu koma og Persónuverndar að leiðin sem er farin þjóni best hagsmunum Íslands.Stefán Már Stefánsson, prófessor.Vísir/PjeturBent er á að Persónuverndarstofnanir EFTA-ríkjanna hafi fulla aðkomu að störfum Evrópska persónuverndarráðsins og taki fullan þátt í öllu starfi þess og meðferð einstakra mála sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri þótt þær hafi þar ekki formlegan atkvæðisrétt líkt og fulltrúar ESB-ríkjanna. Þá hafi orðið ljóst á síðari stigum undirbúningsins að aðrir samningsaðilar í EES-samstarfinu vildu haga aðlöguninni með þeim hætti sem úr varð. Stefán Már Stefánsson prófessor var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn. Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana ESB með mjög einhliða hætti. Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi. Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EES-reglna sem samsvara ESB-reglum. Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða. Stefán fullyrðir þó ekki að þessi leið fari í bága við stjórnarskrána. Hann bendir á að framsalið sé á vel skilgreindu sviði og ákvarðanir persónuverndarráðsins geti eingöngu beinst að hinu opinbera en ekki gegn lögaðilum eða einstaklingum hér á landi. Um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni segir Stefán stjórnmálamennina verða að ráða ferðinni í því. „Enn erum við auðvitað að lýsa ákveðnum erfiðleikum í þessu og það kemur hver gerðin á fætur annarri sem þarf að horfa mjög í frá þessu sjónarhorni,“ segir Stefán og bætir við: „Á hinn bóginn hefur sýnt sig að okkar stjórnskipulegu fyrirvarar geta haft áhrif í samningaviðræðum og skilað okkur betri lausnum, þannig að þetta getur virkað í báðar áttir.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Með upptöku nýrrar persónuverndarlöggjafar Evrópusambandsins í EES-samninginn er gengið lengra en nokkru sinni í framsali valdheimilda til alþjóðastofnana frá gildistöku EES-samningsins. Upptaka gerðarinnar var staðfest á Alþingi í síðustu viku og efnisreglur hennar voru innleiddar í íslensk lög á Alþingi í gær. Í EES-samstarfinu vakna æ fleiri álitaefni um hvort farið sé út fyrir mörk stjórnarskrárinnar með innleiðingu gerða sem stefna að auknu valdaframsali. Stjórnarskráin er alveg þögul um heimildir til slíks framsals, ólíkt stjórnarskrám flestra annarra Evrópuríkja. Þegar EES-samningurinn tók gildi þótti valdaframsalið sem í honum fólst á mörkum þess sem stjórnarskráin heimilaði en síðan hafa íslensk stjórnvöld ítrekað þurft að takast á við stjórnskipuleg vandkvæði vegna nýrra viðauka við samninginn. Með innleiðingunni fær, Evrópska persónuverndarráðið tilteknar valdheimildir gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum. Ekki var farin sú leið að fela eftirlitsstofnun EFTA þær heimildir. Í svari við fyrirspurn blaðsins til utanríkisráðuneytisins segir að Ísland sé ekki einrátt um hvaða leið sé farin heldur þurfi að semja um það bæði við EFTA-ríkin og ESB. Það sé hins vegar skoðun bæði þeirra ráðuneyta sem að málinu koma og Persónuverndar að leiðin sem er farin þjóni best hagsmunum Íslands.Stefán Már Stefánsson, prófessor.Vísir/PjeturBent er á að Persónuverndarstofnanir EFTA-ríkjanna hafi fulla aðkomu að störfum Evrópska persónuverndarráðsins og taki fullan þátt í öllu starfi þess og meðferð einstakra mála sem varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri þótt þær hafi þar ekki formlegan atkvæðisrétt líkt og fulltrúar ESB-ríkjanna. Þá hafi orðið ljóst á síðari stigum undirbúningsins að aðrir samningsaðilar í EES-samstarfinu vildu haga aðlöguninni með þeim hætti sem úr varð. Stefán Már Stefánsson prófessor var stjórnvöldum til ráðgjafar um upptöku gerðarinnar í samninginn. Í álitsgerð hans segir að sú leið sem farin sé feli í sér að framkvæmdarvald og dómsvald yrði framselt til stofnana ESB með mjög einhliða hætti. Stefán réð stjórnvöldum frá því að fara þessa leið og taldi hana skapa afleitt fordæmi. Þá sé gert ráð fyrir að bókun 34 við EES-samninginn verði virkjuð í fyrsta sinn í sögu samningsins en hún gerir ráð fyrir því að dómstólar EFTA-ríkjanna geti farið fram á að Evrópudómstóllinn taki ákvörðun um túlkun EES-reglna sem samsvara ESB-reglum. Stefán segir fáa hafa trúað því þegar EES-samningurinn var samþykktur að bókunin um Evrópudómstólinn yrði einhvern tíma virkjuð. Að mati Stefáns er því um fordæmalaust framsal valdheimilda að ræða. Stefán fullyrðir þó ekki að þessi leið fari í bága við stjórnarskrána. Hann bendir á að framsalið sé á vel skilgreindu sviði og ákvarðanir persónuverndarráðsins geti eingöngu beinst að hinu opinbera en ekki gegn lögaðilum eða einstaklingum hér á landi. Um nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni segir Stefán stjórnmálamennina verða að ráða ferðinni í því. „Enn erum við auðvitað að lýsa ákveðnum erfiðleikum í þessu og það kemur hver gerðin á fætur annarri sem þarf að horfa mjög í frá þessu sjónarhorni,“ segir Stefán og bætir við: „Á hinn bóginn hefur sýnt sig að okkar stjórnskipulegu fyrirvarar geta haft áhrif í samningaviðræðum og skilað okkur betri lausnum, þannig að þetta getur virkað í báðar áttir.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Frumvarp um persónuvernd samþykkt og þingi frestað Þingið kemur næst saman 17. júlí næstkomandi vegna hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí. 13. júní 2018 01:08
Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent