Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 20:00 Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Starfsmenn Bílanausts sendir heim Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira