Starfsmenn Bílanausts sendir heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Viðskiptavinir Bílanausts sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins í morgun þurftu frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun. Gjaldþrot Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun.
Gjaldþrot Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira