Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 12:28 Oddvitarnir fjórir sjást hér fremst á myndinni sem tekin var í morgun þegar nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/jóhann k. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00