Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júní 2018 10:45 Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. visir/jói k Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verður áfram borgarstjóri í Reykjavík. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem nýr meirihluti boðaði sem fór fram í „Lautinni“ við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri Grænna skrifuðu þar undir samning um meirihlutasamstarf flokkanna. Á fundinum voru helstu áherslumál kynnt sem og verkaskipting flokkanna. Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna saman sem ein heild. Heiða Björg Hilmisdóttir fer með formennsku í velferðarráði og Skúli Helgason er formaður skóla-og frístundaráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, er formaður Borgarráðs og Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, verður forseti borgarstjórnar síðustu þrjú ár kjörtímabilsins. Viðreisn mun gegna varaformennsku í íþrótta-og menningarráði, skipulagsráði og skóla-og frístundaráði. Pawel Bartoszek fer með formennsku í menningar-og íþróttaráði fyrsta ár kjörtímabilsins en Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar tekur síðan við.Hér má sjá upptöku af blaðamannafundinum í Lautinni sem var í beinni útsendingu á Vísi.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, verður forseti borgarstjórnar fyrsta ár kjörtímabilsins en hún fer einnig fyrir mannréttinda-og lýðræðisráði. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, fer fyrir samgöngu-og skipulagsráði. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík, mun gegna formennsku í nýstofnuðu ráði umhverfis-og heilbrigðismála en hún segir að borgarbúar geti reitt sig á það að grænu málin verði í öndvegi í þessum nýja meirihluta. Líf er einnig varaformaður borgarráðs.Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru oddvitar flokkanna sem hafa myndað nýjan meirihluta í Reykjavíkurborg.Vísir/ Jói K
Kosningar 2018 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Segir Ísland hafa burði til að geta orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira