Sjúkrasaga þingmanns opin öllum á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 12. júní 2018 08:00 Hæstiréttur birti fyrir helgi dóm í máli Guðmundar Inga. Hann er nafngreindur í dómnum en miklar upplýsingar um sjúkrasögu hans er þar að finna. Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Hægt er að lesa viðkvæmar persónuupplýsingar þingmannsins Guðmundar Inga Kristinssonar í dómi Hæstaréttar sem féll síðastliðinn fimmtudag. Þingmaðurinn krafðist bóta frá Vátryggingafélagi Íslands vegna slyss sem hann lenti í fyrir aldamót. Persónuvernd úrskurðaði í september síðastliðnum að vinnsla persónuupplýsinga hjá dómstólum samrýmdist ekki lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Guðmundur Ingi Kristinsson.Var kvartað til Persónuverndar vegna þess að dómur hefði geymt viðkvæmar persónuupplýsingar einstaklings. Dómur Hæstaréttar í máli Guðmundar Inga gegn Vátryggingafélaginu er birtur með ítarlegum upplýsingum um sjúkrasögu hans og nafn hans kemur fram í dómnum. „Þetta er stórfurðulegt. Það er eins og þeir séu hafnir yfir lögin. Þetta er svo fólkið sem á að dæma eftir lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. „Það sem verra er að í dómnum er bæði að finna réttar og rangar upplýsingar um sjúkrasögu mína og því er þetta mjög leiðinlegt. Það virðist vera gjörsamlega orðið vonlaust í þessum málum að menn fari eftir lögum og úrskurðum. Menn verða að fara eftir persónuverndarlögum.“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, hafði ekki séð umræddan dóm þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hins vegar sagði hún alveg ljóst að dómstólarnir þyrftu að fara eftir persónuverndarlögum og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar væru ekki rekjanlegar til einstaklinga.Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar „Úrskurðir okkar eru fordæmisgefandi og við höfum úrskurðað áður um vinnslu persónuupplýsinga í dómum sem birtir eru á vef dómstólanna,“ segir Helga. „Viðkvæmar persónuupplýsingar eru skýrt skilgreindar í lögum, en þær geta í eðli sínu verið misjafnlega viðkvæmar. Það er til dæmis munur á því hvort umfjöllun sé um andlega heilsu eða rifinn liðþófa.“ Málefni dómstólanna hafa komið upp á yfirborðið nokkuð reglulega upp á síðkastið og vinnsla þeirra á persónuupplýsingum. Ólöf Finnsdóttir, forstjóri Dómstólasýslunnar, segir unnið að samræmdum reglum um birtingu dóma á öllum dómstigum. „Dómstólasýslan er með héraðsdómana og setur reglur um útgáfu og birtingu dóma hjá þeim. Það er verið að skoða að samræma reglur allra dómstiga,“ segir Ólöf. Hún segir mikilvægt að gæta að persónuvernd við birtingu dóma. „Það hlýtur að vera markmiðið að gæta að persónuverndarsjónarmiðum en það þarf að meta það í hvert skipti.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira