Borgarstjórinn í Moskvu gefur grænt ljós á Íslendingapartý Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 20:45 Upphitunin fer fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Wiki Commons Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira