Glódís: Ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Glódís fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/andri marinó Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira