Kitlar í þjálfaraputtana á æfingum í Rússlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2018 17:15 Magnús Gylfason með landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni. Vísir/Vilhelm Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ Sjá meira
Magnús Gylfason er staddur með íslenska landsliðinu í Rússlandi sem formaður landsliðsnefndar KSÍ. Hann segir í mörg horn að líta í sínu hlutverki. „Ég er hálfgerður yfirfararstjóri. Ég tek á því sem kemur upp og hjálpa þjálfurunum, starfsliðinu og leikmönnunum. En við erum aðallega að koma fram fyrir hönd KSÍ út á við, bæði gagnvart Rússunum og gagnvart FIFA,“ sagði Magnús eftir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í gær, þar sem blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af honum. 2.000 manns fylgdust með æfingunni sem var opin almenningi. Íslenski hópurinn lenti í Rússlandi á laugardagskvöldið og kom sér síðan fyrir á hótelinu í Gelendzhik. Öfugt við hvernig hlutunum var háttað á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi árið 2016 er íslenski hópurinn ekki með allt hótelið út af fyrir sig. „Í Frakklandi leigðum við hótel og vorum einir þar. Hér erum við inni á hóteli með öðrum gestum. En við höfum reyndar séð mjög fáa til þessa. Okkur líður vel á hótelinu sem er flott. Allar aðstæður eru einfaldlega hinar bestu,“ bætti Magnús við. Íslenski hópurinn lagði seinna af stað til Rússlands en áætlað var af þeim sökum að landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, setti töskuna sína óvart í rútu sem var á leið í Stykkishólm. Mistökin uppgötvuðust þó blessunarlega fljótt og töskunni var komið aftur í hendur Heimis. „Það hefur ekkert teljandi komið upp fyrir utan töskuna frægu,“ sagði Magnús og hló. „Völlurinn hérna er frábær og hiti og sól. Þetta er eins og strákarnir vilja hafa það. Sendinefnd frá okkur var búin að koma fimm sinnum og það var allt lagað sem þurfti að laga.“ Magnús er sjálfur þrautreyndur þjálfari og viðurkennir að hann hafi kitlað í þjálfaraputtana á æfingunni í gær. „Það má segja það. Ég hef reynt að ýta því frá mér hingað til. En við svona aðstæður er algjörlega geggjað að þjálfa fótbolta,“ sagði Magnús.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ Sjá meira