Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Eva Dögg Þorsteinsdóttir „Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00