Legsteinn Viggu gömlu tilbúinn fyrir vígsluna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. júní 2018 06:00 Sóknarnefndarformaðurinn útvegaði mannskap til að koma legsteini Viggu gömlu fyrir í Skeiðaflatarkirkjugarði. Þar bíður steininn þess að verða afhjúpaður. Eva Dögg Þorsteinsdóttir „Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Ég er óskaplega ánægð,“ segir listakonan Jóna Sigríður Jónsdóttir sem farið hefur fremst í flokki við að koma legsteini á leiði flökkukonunnar Vigdísar Ingvadóttur, Viggu gömlu. Steinninn er nú tilbúinn. Fréttablaðið sagði frá framtaki Jónu Sigríðar og vinkvenna hennar í byrjun nóvember í fyrra og rakti lífshlaup Viggu gömlu sem ólst upp við einelti og jafnvel ofbeldi á heimili sínu í Mýrdal og lagðist tíu ára gömul í flakk. Vigga hvílir í ómerktri gröf í Skeiðflatarkirkjugarði í Mýrdalshreppi. Úr því vildi Jóna Sigríður bæta og nú hefur það tekist. „Steinninn kemur mjög vel út og fellur vel inn í allt. Þetta er allt mjög lágstemmt,“ segir hún.Þegar Fréttablaðið sagði frá málinu í fyrrahaust gáfu að minnsta kosti þrjár steinsmiðjur sig fram og sögðust vilja gefa stein á leiðið. Fyrir valinu varð gabbrósteinn frá Hornafirði sem S. Helgason lagði til.Vigdís Ingvadóttir.Fjölmargir aðrir vildu leggja hönd á plóginn til að heiðra minningu flökkukonunnar sem átti erfiða ævi. Hún lést 92 ára gömul árið 1957. „Þegar þetta kom í Fréttablaðinu þá stoppaði ekki síminn og það streymdu peningar inn á reikninginn. Það var hægt að gera þetta veglegt og svolítið í anda Viggu. Ég fékk glerlistakonuna Sigrúnu Einarsdóttur, sem á fyrirtækið Gler í Bergvík, til að gera fyrir mig gler til að setja í steininn,“ segir Jóna Sigríður. Um sé að ræða fjögur glerlistaverk sem séu greypt inn í steinninn. „Ég fékk strax þessa hugmynd að setja gler í steininn vegna þess að Vigga skreytti sig með alls konar glingri og var mjög litaglöð. Þetta eru tölur – hún skreytti sig með tölum sem urðu á vegi hennar,“ útskýrir Jóna Sigríður. Vígsluathöfnin fer fram klukkan 14.00 næsta laugardag, eða á sama tíma og Ísland leikur við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Jóna Sigríður segir að sér hafi verið bent á að þetta kunni að draga úr aðsókn. „En það þurfti að smella svo mörgum þáttum saman að við bara gátum ekki breytt þessu – því miður,“ útskýrir Jóna Sigríður. „Sóknarnefndin verður þarna örugglega og vonandi fólk úr sveitinni – og allir sem studdu málið og styrktu okkur; Mýrdælingar og Eyfellingar og brottflutt fólk sem hafði samband við mig og gaf í söfnunina. Ég veit að þetta er ekki alveg nógu góður dagur en vona innlega að það geti komið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00 Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Tveir legsteinar bjóðast á ómerkta gröf Vigdísar Tvær steinsmiðjur og fjöldi fólks býður aðstoð við að koma upp legsteini á leiði númer 148 í Skeiðflatarkirkjugarði. 3. nóvember 2017 07:00
Flökkukonan Vigdís fær legstein sextíu árum eftir andlátið Vigdís Ingvadóttir sem mætti harðræði föður síns og var höfð útundan í stórum systkinahópi í Mýrdal áður en hún lagðist í flakk aðeins tíu ára gömul fær loks legstein á leiði sitt sextíu árum eftir að hún dó í hárri elli. 2. nóvember 2017 07:00