Sumarmessan: Ekki í boði að Raggi fái að hætta Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:30 Ragnar og Kári hafa tekið þær nokkrar þessar myndirnar en þeir hafa verið algjörir lykilmenn í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár visir/vilhelm Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Miðvarðapar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson, gæti hafa spilað sinn síðasta landsleik. Strákarnir í Sumarmessunni ræddu mögulegt brotthvarf þeirra. „Þetta er flottasta hafsentapar sem Ísland hefur átt. Það er klárt,“ sagði Hjörvar Hafliðason. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson greindi frá því á Instagram að Kári og Ólafur Ingi Skúlason væru hættir að spila með landsliðinu en Kári sjálfur vildi ekki gefa út neinar yfirlýsingar í viðtali eftir síðasta leik Íslands á HM, 2-1 tapið gegn Króatíu.Ragnar setti svo færslu á Instagram á miðvikudag þar sem hægt var að lesa það á milli línanna að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Ísland. „Það er bara ekki möguleiki að Ragnar Sigurðsson fái að hætta með landsliðinu, það er bara ekkert í boði,“ sagði Reynir Leósson en Ragnar er algjör lykilmaður í vörn Íslands. Hjörvar benti á að það væri ekkert óalgengt að miðverðir legðu landsliðsskóna á hilluna á þessum aldri, en Ragnar fagnaði 32 ára afmæli sínu á meðan Rússlandsdvölinni stóð. „Hann er bara svo mikill meistari að hann gæti líka verið að trolla alla með þessari færslu sinni,“ benti Reynir á. „Ég neita bara að trúa því að Raggi sé hættur með landsliðinu. En ef við tökum þessu bara alvarlega, hvað gerum við þá?“ spurði Hjörvar. Þeir ræddu möguleikan á að færa Hörð Björgvin Magnússon í miðvörðinn ásamt því að nefna Sverrir Inga Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson og Hjört Hermannsson, en sá síðastnefndi var ekki valinn í landsliðshópinn fyrir HM. Niðurstaðan var þó að Raggi, „hann er bestur.“ Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira