Mannvonskan og vanhæfnin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. júní 2018 07:00 Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Bandaríski þingmaðurinn Elisabeth Warren fór nýlega og skoðaði með eigin augum þær martraðarkenndu búðir sem Trumpstjórnin í Bandaríkjunum hefur búið nauðleitarfólki í Bandaríkjunum. Lýsingarnar eru ægilegar. Fólk hefst við í daunillum vistarverum, er hreinlega hneppt í fangelsi. Og hefur það til saka unnið að trúa á ameríska drauminn. Börn eru höfð í búrum. Þau hafa verið rifin frá fjölskyldum sínum – mæðrum sínum, feðrum og systkinum – án þess að víst sé að fjölskyldurnar nái að sameinast á ný í þeim glundroða sem þar ríkir, nema ef til vill hugsanlega ef fólk gefur upp á bátinn öll borgaraleg réttindi. Í störfum Trumpstjórnarinnar fylgjast ófrávíkjanlega að mannvonskan og vanhæfnin. Jarðarbúar standa frammi fyrir ógurlegum vanda, meiri en nokkru sinni í minni mannkyns. Loftlagsbreytingar af manna völdum leiða til þess að lönd verða óbyggileg sökum þurrka og flóða. Milljónir manna fara á vergang. Tekist verður á um aðgang að einföldum gæðum sem við hér álítum sjálfsögð á borð við vatn, húsaskjól og hreint loft í meiri mæli en við höfum áður séð. Því verri sem lofslagsvandinn verður þeim mun ægilegri verður flóttamannavandinn. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump til að takast á við þann vanda? Loka öllu, vígbúast, sundra fjölskyldum, loka okkur af og loka þau inni? Það mun þýða allsherjar vargöld og stríð um alla Jörð. Ætlum við að nota aðferðir Donalds Trump við að takast á við loftslagsvandann? Loka eyrunum og augunum? Það mun fyrr en varir leiða til endaloka lífs á Jörðunni í núverandi mynd. Eina færa leiðin til að takast á við þau risavöxnu úrlausnarefni sem mannkynið stendur frammi fyrir er samvinna þjóðanna, samtak alls mannkyns, með frelsi og hugvit að leiðarljósi, opinn huga og opinn faðm – og kærleika. Þar er eina vonin sem við eigum. Mannvonskunni og vanhæfninni fylgir nefnilega líka vonleysið.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar