Má bjóða þér meiri árangur? Eða ertu bara góð(ur)? Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2018 08:28 Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Hvernig gengur, alltaf brjálað að gera? Þú mætir kannski þörfum markaðarins með þinni vöru eða þjónustu, viðskiptavinirnir eru ánægðir, eða hvað? Kannski er ekki gott svar. „Þeir eru allavega enn að kaupa af okkur, þeir kvarta ekki en það er orðið svolítið langt síðan við heyrðum í þeim.“ Það að vera með „kannski“ ánægða viðskiptavini á ekki að teljast ásættanlegt en er ekki verri byrjunarreitur en hver annar til að reima á sig takkaskóna og hefja alvöru sókn. Getur þú gert betur, tengst viðskiptavinum þínum sterkari böndum? Er viðskiptasambandið sterkt og mun það halda þegar nýr samkeppnisaðili mætir á svæðið? Langflest fyrirtæki geta gert betur og flest okkar sækjast eftir meiri árangri, hvernig svo sem árangurinn er skilgreindur. Meiri sala, aukin markaðshlutdeild, hærri framlegð, minni starfsmannavelta, betra orðspor? Góður grunnur er að vera með það á hreinu hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, því lykilatriði er að aðgreina sig frá samkeppninni og vera tilbúinn í þá vinnu að byggja upp sterkt vörumerki og aðgreinandi persónuleika þess, og þaðan sambandið við viðskiptavininn.Og þú ert? Öll fyrirtæki hafa tækifæri til að aðgreina sitt vörumerki frá öðrum, það er tækifæri sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Aðgreinandi þættir vörumerkis eru einkenni sem gera vörumerkið ólíkt öllum öðrum. Stendur þitt merki fyrir eitthvað í hugum neytenda eða er það fast í einhvers konar miðjumoði og deilir einkennum með keppinautum? Reynir vörumerkið að vera allt í öllu, hresst, vinalegt, töff, fyndið, alvarlegt, formfast? Persónuleika vörumerkisins er stundum lýst þannig að hann samanstandi af mannlegum eiginleikum sem tengjast vörumerkinu. Þetta er eitthvað sem viðskiptavinurinn getur tengt við, skilgreining sem ætti að vera leiðarljósið í gegnum öll samskipti við markaðinn.Hefur þú tíma fyrir þetta? Veldu sjálf(ur) hver þú ert og hvað þú stendur fyrir og ekki hvika frá því. Ekki vera allt í öllu. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli? Þú þarft ekki að vera allt fyrir alla. Á meðan vörumerkið er í notkun verður að sinna því og viðhalda. Ef því er ekki sinnt er hætta á því að skilaboð til viðskiptavina verði ómarkviss og úr karakter, sem gefur samkeppninni tækifæri á að láta til sín taka. Mörg íslensk vörumerki eiga mikið inni og geta náð því fram með því að skilgreina persónuleika sinn og nota hann til að aðgreina sig frá samkeppninni. Þannig ná þau betur í gegn með sannri rödd þar sem skilaboð og tónn styðja hvort við annað. Hver er ástæðan fyrir því að þínir viðskiptavinir kjósa að skipta við þig?Er þetta ekki bara allt eins? Gott vörumerki sem hefur vel skilgreindan persónuleika og er aðgreint frá vörumerki samkeppnisaðilans eykur á allan hátt virði merkisins meðal annars með því að uppfylla sérstaka eiginleika sem þinn markhópur skilgreinir sem mikilvæga eða verðmæta. Við sem lifum og hrærumst í heimi viðskipta höfum flest það markmið að ná til okkar markhóps (þú veist hver hann er, er það ekki?) og tryggja það að hann eigi við okkur viðskipti – ekki samkeppnisaðilann. Persónuleiki vörumerkisins er grunnurinn að markaðsstarfi fyrirtækisins, bæði innra og ytra. Hann er grunnurinn að öllu samtali. Ef allir innan fyrirtækisins vita fyrir hvað vörumerkið stendur og hvaða gildi standa að baki er auðveldara fyrir alla að hlaupa í sömu átt og spila sama leik. Þú skalt því vinna heimavinnuna þína og nálgast viðskiptavini þína með þeirri vissu að þú hafir eitthvað einstakt og aðlaðandi fram að færa. Bjóddu markhópnum þínum á stefnumót og sjáðu hvort úr því verði ekki gott langtímasamband. En eins og í tilhugalífinu í raunheimum er ekki nóg að vera bara töfrandi á fyrsta stefnumóti, sambandið þarf áfram að vera gott þegar brúðkaupsafmælunum fjölgar. Því þegar kemur að ánægju í viðskiptasamböndum, er „kannski“ ekki gott svar.Höfundur er markaðsstjóri
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun