Fyrstu tvö árin liðu hratt að sögn forsetans Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fagna 2016. FrÉttablaðið/ANTON BRINK „Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
„Það er einstakur heiður að gegna þessu embætti, eins og fyrri forsetar geta líka vitnað um. Þessi tvö ár hafa liðið hratt, margt drifið á dagana og þannig verður það eflaust áfram,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í samtali við blaðið. Tilefnið er að í dag eru tvö ár síðan hann var kjörinn sjötti forseti lýðveldisins með 39,08 prósent atkvæða. 71.356 Íslendingar kusu Guðna sem forseta. Hann var miðpunktur kosningabaráttunnar eftir að hann tilkynnti um framboð sitt 5. maí 2016, enda mældist hann ítrekað með langmest fylgi í könnunum í baráttunni. „Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og okkur hjónin hér á Bessastöðum, og sjálfur sendi ég góðar kveðjur til strákanna okkar austur í Rússlandi.“Stefanía Óskarsdóttir.vísirÁ þessum tveimur árum sem Guðni hefur verið í embætti hefur ekki farið fram hjá neinum að forsetinn hefur ástríðu fyrir íþróttum. Greinilegt er að hugur hans er hjá strákunum okkar fyrir leikinn stóra á morgun. „Ef maður gerir sitt besta geta draumar ræst, og hvernig sem fer getur maður þó alltaf verið sáttur við sjálfan sig,“ segir forseti Íslands. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði, segir að Guðni hafi verið farsæll og notið hylli í embætti og sér í lagi í fjölmiðlum fyrir að vera alþýðlegur. Greinilegt sé að mjög sé sóst eftir að fá Guðna til að koma hingað og þangað. Á hinu pólitíska sviði hafi hann ekki lent í neinum erfiðleikum. „Guðni var auðvitað strax í eldlínunni og reyndi á hann við stjórnarmyndunarviðræður 2016 og síðan aftur 2017. Þjóðin var ánægð með hann í því hlutverki og hvernig hann tókst á við það verkefni,“ segir Stefanía og nefnir tvö mál sem Guðni hefur beitt sér fyrir hvað varðar stjórnmálin innanlands. „Það er málið í kringum uppreist æru þegar hann skrifaði undir eins og formið gerir ráð fyrir og síðan þessi skipun dómara í landsrétt þegar hann óskaði eftir skýringu á staðfestingu dómara í landsrétt,“ segir Stefanía. Þessi tvö mál hafi reynt á eldri og nýrri túlkun á hlutverki forsetaembættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58 Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. 12. september 2017 14:58
Guðni skrifar undir skipunarbréf dómara við Landsrétt Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna undirskriftar hans á skipunarbréfi 15 dómara við Landsrétt. 8. júní 2017 10:26