Taldir hafa grætt um 61 milljón króna með svikum í Icelandair Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júní 2018 08:00 Mennirnir eiga að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar til að hagnast á bréfum í Icelandair. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Talið er að þremenningarnir sem grunaðir eru um að hafa notfært sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með hlutabréf í Icelandair hafi hagnast um rúmlega 61 milljón króna með gjörningnum. Hin ætluðu brot eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu frá október 2015 til febrúar 2017. Þrír menn á fimmtugsaldri eru ákærðir í málinu. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair en hann hafði stöðu fruminnherja hjá félaginu. Hinir tveir eru grunaðir um að hafa nýtt sér upplýsingar frá honum til að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í félaginu. Auk mannanna þriggja er félagið Fastrek, sem hét áður VIP Travel, ákært í málinu en viðskiptin með hlutina voru gerð í nafni félagsins. VIP Travel var eitt sinn tengt kampavínsklúbbnum VIP Club en greiðslur til klúbbsins fóru í gegnum félagið. Einn hinna ákærðu er fyrrverandi eigandi Fastreks. Sá var jafnframt áður rekstrarstjóri kampavínsklúbbsins Shooters sem nú er starfræktur á sama stað og VIP Club var áður til húsa. Að endingu má nefna að sá maður var eitt sinn sakfelldur fyrir rekstur spilavítis í Skeifunni. Fyrrgreindum forstöðumanni og rekstrarstjóra er í málinu gefið að sök að hafa í október og nóvember 2015 nýtt VIP Travel til að kaupa hluti í Icelandair til þess eins að selja hlutina skömmu eftir að þriðja ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Þeim er gefið að sök að hafa keypt sölurétt í júlí 2016 en þá veðjuðu þeir á móti á lækkun hlutabréfanna i kjölfar annars ársfjórðungsuppgjörs þess árs. Að endingu er forstöðumanninum og rekstrarstjóranum gefið að sök að hafa í janúar og febrúar 2017 keypt sölurétt í félaginu og veðjað á að verð á hlutum í því myndi lækka í kjölfar afkomuviðvörunar sem birt var 1. febrúar það ár. Hagnaður mannanna af þessu á að hafa numið tæpum 25 milljónum króna. Rekstrarstjórinn á síðan að hafa hvatt þriðja manninn, sem ákærður er í málinu, til hins sama. Á hann að hafa keypt sölurétt og selt í félaginu sama dag og afkomuviðvörunin var gefin út. Á hagnaður vegna þessa að hafa numið rúmum 20 milljónum króna. Mennirnir eru ýmist ákærðir fyrir innherjasvik eða hlutdeild í slíku broti. Þess er krafist af héraðssaksóknara að þeim verði gerð refsing auk þess sem fjármunir þeirra og félagsins Fastreks, alls að fjárhæð rúmlega 90 milljónir króna, verði gerðir upptækir. Hvorki náðist í hina ákærðu né lögmenn þeirra í gær. Málið verður þingfest 28. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00 Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Icelandair-málið þingfest í júnílok Mál héraðssaksóknara gegn þremur mönnum í svokölluðu Icelandair-máli verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. júní. 15. júní 2018 06:00
Rannsókn á innherjasvikum miðar ágætlega Rannsókn héraðssaksóknara á meintum innherjasvikum yfirmanns hjá Icelandair er ágætlega á veg komin. Ekki er þó vitað hvenær henni lýkur, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara. 17. ágúst 2017 06:00