Fernando Alonso kominn með annað augað vestur um haf Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2018 10:42 Alonso vakti mikla lukku í Bandaríkjunum þegar hann tók þátt í Indy 500 í fyrra. Vísir/Getty Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári. Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Spænski fyrrum heimsmeistarinn Fernando Alonso er nú sagður íhuga framtíð sína í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum á dögunum. Alonso gæti mögulega snúið sér að kappakstri í Bandaríkjunum til að auka möguleika sína á sigri í Indy 500-kappakstrinum. Monaco, Le Mans og Indianapolis 500 eru þrír stærstu kappakstrar heims. Eftir sigurinn í Frakklandi fyrr í þessum mánuði skortir Alonso nú aðeins sigur í Indy 500 til þess að fullkomna safnið. Graham Hill heitinn er eini ökuþórinn sem hefur unnið alla kappakstrana þrjá. Alonso tók sér hlé frá Monaco-kappakstrinum í fyrra og reyndi fyrir sér í kappakstrinum sögufræga í Indianapolis. Hann var á meðal efstu manna allt þar til Honda-vélin í bíl hans gaf sig seint í keppninni. „Ég geri upp hug minn eftir sumarið um hvað ég ætla að gera á næsta ári, en eftir sigur á Le Mans kemur Indy inn í myndina sem stórt forgangsmál. Sjáum til hvort það verði á næsta ári eða þarnæsta. Sjáum til hver framtíð Formúlu 1 verður,“ sagði Alonso eftir sigurinn á Le Mans. Alonso er orðinn 37 ára gamall en honum hefur orðið lítt áleiðis með McLaren-liðinu í Formúlu 1 síðustu árin. Á blaðamannafundi fyrir franska kappaksturinn um helgina útilokaði Alonso ekki að söðla um og skipta alfarið yfir í Indycar-mótaröðina vestanhafs á næsta ári.
Formúla Tengdar fréttir Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30 Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Alonso vantar einn sigur í þrennuna Fernando Alonso hefur nú sigrað bæði Mónakó og Le Mans og vantar því aðeins sigur í Indy 500 til að ná hinni fullkomnu þrennu. 19. júní 2018 18:30
Er Alonso loksins að gefast upp á McLaren? Fernando tók þátt í sínum 300. kappakstri um helgina en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar og vilja margir meina að þetta verði síðasta hans síðasta ár í Formúlunni. 13. júní 2018 06:00