Vandmeðfarin lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:30 Bensódíazepínlyf eru meðal annars notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum. Vísir/Vilhelm Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Þórgunnur Ársælsdóttir, yfirlæknir bráðateymis geðsviðs Landspítala, segir bensódíazepín-lyf almennt örugg í notkun. Þau geti þó verið hættuleg ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum. „Bensódíazepín eru í flokki róandi lyfja. Þau hafa kvíðastillandi og róandi áhrif, eru vöðvaslakandi og krampastillandi. Þau eru almennt örugg lyf í notkun, en geta verið hættuleg og valdið öndunarslævingu ef þau eru notuð í samspili með öðrum efnum eða lyfjum,“ segir Þórgunnur og minnir á mikilvægi þeirra. „Þau eru notuð við kvíða, svefnleysi, æsingi, krömpum og áfengisfráhvörfum, og eru afar mikilvæg og gagnleg lyf þegar þau eru notuð á réttan hátt. Eins og með öll áhrifarík lyf verður að gæta varúðar við notkun þeirra, og þau eru í flokki ávanabindandi lyfja, sem þýðir að þau geta valdið ávanabindingu, fíkn og fráhvörfum,“ segir Þórgunnur og segir almennt ekki æskilegt fyrir fólk með fíknisjúkdóma að nota þessi lyf. Þá séu lyfin gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. „Það er almennt ekki æskilegt fyrir fólk sem er með fíknisjúkdóm að nota þessi lyf, en fyrir aðra er ávanahætta lítil og lyfin eru almennt gagnlegust þegar þau eru notuð í skamman tíma. Fyrir fólk sem er alvarlega veikt geta þau veitt mikla og mikilvæga líkn á erfiðum stundum, en eru sjaldan hjálpleg í langtíma notkun. Þó eru sumir sem hafa gagn af þessum lyfjum til lengri tíma, ef önnur lyf eða úrræði duga ekki, og ekki er um fíknivanda að ræða,“ segir Þórgunnur. Þórgunnur segir róandi lyf geta truflað meðferð við kvíða. „Við kvíðaröskunum er gagnlegra að nota önnur lyf, til dæmis svokölluð SSRI-lyf, sem eru ekki slævandi, og/eða viðtalsmeðferð, til dæmis hugræna atferlismeðferð. Ef róandi lyf eru notuð samhliða hugrænni atferlismeðferð getur það truflað meðferðina, því að í meðferðinni er mikilvægt að ná að upplifa kvíðann og læra að takast á við hann á annan hátt en áður, en það er ekki eins áhrifaríkt ef kvíðinn er dempaður af lyfjunum. Flest leitumst við við að upplifa góða líðan og hugarró í okkar daglega lífi, en það er ekki alltaf raunin alla daga. Eins og við komust ekki hjá því að upplifa stundum rigningardaga, þá líður okkur ekki alltaf vel, og það að finna fyrir kvíða og stundum svefnerfiðleikum, er eðlilegur hluti af lífinu. Við getum gert margt í daglegu lífi sem stuðlar að því að bæta líðan og auka þol okkar fyrir kvíða og erfiðum tilfinningum, og mikilvægt er að nota ekki lyf sem þessi af léttúð eða nauðsynjalausu. Fyrir þá sem glíma við slæman kvíða eða mikla vanlíðan er mikilvægt að leita sér aðstoðar hjá fagaðila, og aldrei að fá „lánuð“ lyf sem eru ætluð öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00