Fór í mál við bandarísk yfirvöld: Endurheimti son sinn eftir mánaðar aðskilnað Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 23:45 Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Vísir/samsett Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira
Beata Mariana de Jesus Mejia-Mejia endurheimti í dag sjö ára son sinn eftir að hafa verið skilin að í heilan mánuð. Allan þann tíma hafði Mejia engar upplýsingar um hvar sonur sinni væri niðurkominn. Mæðginin eru flóttmenn frá Guatemala. Þau voru í leit að skjóli frá eiginmanni Mejia sem hótaði þeim lífláti og beitti þau ofbeldi. Mæðginin voru handtekin við landamæri Bandaríkjanna. Darwin, sonur hennar, var með henni í haldi fyrstu tvo dagana en var síðan tekinn í burtu og settur í einangrunarbúðir fyrir börn flóttamanna. Mejia kærði bandaríska embættismenn fyrir að hafa brotið á réttindum sínum þegar þeir tóku barnið hennar frá henni. Hún fer auk þess fram á skaðabætur. Í samtali við fréttastofu CNN sagðist Mejia hafa reynt að komast að því hvar sonur hennar var niðurkominn vikum saman en hún hafi engin skýr svör fengið. „Þetta er svo ósanngjarnt gagnvart móður. Þetta er eins og að þrýsta hníf í brjóstið og taka þig af lífi,“ segir Mejia. Hún segist einu sinni hafa fengið að tala við son sinn í síma á meðan á aðskilnaðinum stóð. Henni brá við að heyra hljóðið í syni sínum, sem aldrei hefði verið jafn sorgmæddur, því hún þekkti varla rödd sonar síns því hann hafi verið kjökrandi og með kökk í hálsinum. Það voru tilfinningaríkir endurfundir sem mæðginin áttu í dag þegar þau loksins hittust á flugvellinum í Baltimore. Mæðginin féllust grátandi í faðma og Mejia sagði þrálátlega: „Ég elska þig“. Að því er fram kemur á vef CNN er málsókn Mejiu fyrsta einkamálið sem er háð gegn yfirvöldum í Bandaríkjunum eftir að hin harðneskjulega innflytjendastefna var tekin upp.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30 Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Sjá meira
Aðskilnaður barna og foreldra illa ígrunduð ákvörðun: „Það eru brjálæðisleg gróðasjónarmið á bak við þetta“ „Það er engin þekking. Það er engin sýn. Það er engin lífsspeki.“ 21. júní 2018 15:30
Áfram er óvissa um stöðu 2.300 barna Forsetinn skrifaði undir tilskipun sem bindur enda á að fjölskyldum sé tvístrað. Í tilskipuninni er ekki litið til þeirra barna sem þegar hafa verið tekin frá fjölskyldum sínum. 22. júní 2018 06:00
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33