Innlent

Fyrsta langreyður sumarsins dregin á land

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fyrsta langreyður sumarsins var dreginn á land í Hvalfirði seint í gærkvöldi. Það var hvalveiðiskipið Hvalur 8 sem sigldi með skipið í Höfn.

Hvalurinn var 67 feta langur og 80 tonn á þyngd. Þetta er fyrsta langreyður sem veiddur er eftir þriggja ára pásu frá veiðum.

Þá vildi Hvalur hf. ekki gefa það upp hvort að fleiri hvalir hefðu verið skotnir.

Hvalveiðar hafa löngum verið umdeildar og óhætt er að segja að málefnið sé viðkvæmt. Fjölmörg samtök mótmæla veiðunum, þar á meðal Hvalaskoðunarsamtök Íslands og samtök ferðaþjónustunnar. Þá mótmælti hópur fólks veiðunum við Ægisgarð daginn sem veiðarnar áttu að hefjast.

Í dag, degi eftir að langreyður var veiddur sendi ASÍ frá sér tilkynningu þar sem sambandið fordæmir afskipti forstjóra Hvals hf. af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna.

Sambandið hefur þær upplýsingar undir höndum að forstjóri Hvals hf. krefjist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að Verkalagsfélagi Akraness vegna starfa sinna hjá fyrirtækinu á yfirstandandi vertíð. Þá telur ASÍ forstjórann þvinga starfsmenn sína til setu í Stéttarfélagi Vesturlands.

Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er atvinnurekanda óheimilt að hafa áhrif á félagsaðild. Ljóst er að starfsmenn hafa frelsi til að velja sér stéttarfélag. Alþýðusambandið krefst þess að fyrirtækið láti af afskiptum nú þegar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×