„Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi“ Bergþór Másson skrifar 22. júní 2018 12:00 Gucci Mane gíraður á sviðinu. Vísir / Getty Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Bandaríski rapparinn Gucci Mane kemur fram á Secret Solstice í kvöld. Gucci Mane þykir einn áhrifamesti og virtasti rappari samtímans. Gucci Mane er þekktur fyrir mikla vinnusemi ásamt því að hafa næmt auga fyrir hæfileikum. Í fyrra lífi komst hann reglulega í kast við lögin, en nú hefur hann snúið blaðinu við. Á fimmtán ára ferli hefur hann gefið út 12 plötur í fullri lengd og u.þ.b 70 „mixteip,“ unnið með öllum helstu röppurum heimsins, stofnað sitt eigið plötufyrirtæki og uppgötvað ótal marga unga rappara sem urðu síðar að stórstjörnum undir leiðsögn hans.Gucci Mane í útgáfuhófi ævisögu sinnar.Vísir / GettyGucci Mane, réttu nafni Radric Davis, fæddist árið 1980 í Alabama. Stuttu síðar fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Atlanta, þar sem hann ólst upp í fátækt við erfiðar aðstæður. Eiturlyfjasala og hið harða líf götunnar einkenndu unglingsár Gucci, sem byrjaði að fikta við það að rappa 14 ára gamall. Gucci þótti mjög efnilegur en ferillinn hófst ekki af alvöru fyrr en töluvert seinna. Hægt er að lesa frekar um uppvaxtarár Gucci í nýútgefinni sjálfsævisögu hans.Hljómsveitarmeðlimir Migos, þeir Quavo og Takeoff, á sviðinu með Gucci.Getty / VísirMeð auga fyrir hæfileikum Gucci Mane hefur getið sér gott orð fyrir að koma auga á ungt hæfileikafólk og hefur hann gefið mörgum af skærustu stjörnum rappheimsins sitt fyrsta tækifæri. Meðal þeirra sem Gucci hefur komið á kortið eða leikið stórt hlutverk í uppgangi þeirra eru: Migos, Young Thug, Future og Waka Flocka Flame. Gucci Mane á langan sakaferill að baki og barðist lengi við eiturlyfjafíkn. Í gegnum árin hefur hann verið á bak við lás og slá ótal sinnum fyrir ýmis afbrot. Árið 2005 skaut hann mann til bana sem hafði reynt að ræna hann. Gucci sagði morðið hafa verið sjálfsvörn og var á endanum ekki sakfelldur. Mörgum árum seinna, árið 2017, rappaði Gucci: „I’m a murderer n***a, but I don’t promote violence,“ eða á íslensku: „Ég er morðingi, en ég styð ekki ofbeldi.“ If Guwop can change for the better anybody can! Don't Give Up! Never give up! A post shared by Gucci Mane (@laflare1017) on Mar 1, 2018 at 5:42am PST Hollustan tók yfir Árið 2016 losnaði Gucci Mane úr fangelsi í síðasta skipti og kom út gjörbreyttur maður. Maðurinn sem hafði áður verið forfallinn fíkill, þekktur fyrir gríðarlega bumbu og sjálfsskaðandi hegðun, var allt í einu orðinn holdgervingur heilbrigðisins. Gucci var svo breyttur að samsæriskenningar um að hann hafi verið klónaður fóru víða á internetinu.Gucci Mane áður en hann snéri sér að heilbrigðum lífstíl.Vísir / GettyHinn nýi Gucci Mane hreyfir sig á hverjum degi, borðar hollan mat og snertir hvorki áfengi né eiturlyf. Vinsældir hans sem tónlistarmaður hafa aldrei verið meiri og hafa síðastliðin tvö ár, síðan hann losnaði úr fangelsi, verið hans farsælustu. Búast má við nýjum lögum í bland við klassíska slagara í Laugardalnum í kvöld. Hægt er að gera sér hugmynd um hvaða lög hann mun taka með því að skoða þennan lista, sem er eins konar meðaltal þeirra laga sem hann flutti á tónleikum í fyrra.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Sjá meira
Fyrsti dagur Secret Solstice Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík. 21. júní 2018 15:30