Lífið

Fékk veipeitrun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndir sem Olender birti nýlega á Instagram vegna veikindanna.
Myndir sem Olender birti nýlega á Instagram vegna veikindanna.

Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 

Olender segir á samfélagsmiðlum sínum hafa fyrir nokkrum vikum síðan lent á spítala með mikla brjóstverki og öndunarerfiðleika. Hann fékk þá hjartaáfall og lá inni í nokkra daga. 

Læknir hans tjáði honum að hann hefði orðið fyrir veipeitrun. Eitrunin varð til þess að æðarnar hans þrengdust verulega og takmörkuðu blóðflæði til hjartans. Þannig leiddi eitrunin til hjartaáfalls. 

Fraser Olender er þekktastur fyrir að vera hluti af áhöfninni í Below Deck.Below Deck

Hann segist vera á batavegi og vera kominn aftur heim til sín. Hann vonast til þess að hans reynsla verði til þess að fleiri lendi ekki í svipuðu. 

„Ég hef ekki snert rafrettu síðan þetta gerðist og mun aldrei gera það. Sársaukinn sem ég upplifði þarna var óútskýranlegur. Tveir skammtar af morfíni gerðu ekki neitt og læknarnir þurftu að gefa mér sterkasta verkjalyfið sem þeir máttu gefa mér. Og það deyfði mig bara smá,“ segir Olander. 

„Ég hefði getað dáið út af einhverju svo fáránlega heimsku, svo gerið ykkur þann greiða að hætta líka - bara alveg strax,“ segir Olander. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.