Melania var í jakkanum þegar hún fór um borð í flugvél en þegar hún lenti var hún búin að skipta og komin í annan jakka. Talskona Melaniu segir að jakkinn sé ekki leynileg skilaboð um tilefni heimsóknarinnar. Hún sagði jafnframt: „Þetta er jakki. Það eru engin dulin skilaboð. Ég vona að fjölmiðlar ætli ekki að einbeita sér að klæðaburði hennar eftir þessa mikilvægu heimsókn hennar til Texas í dag, “ segir Stephanie Grisham talskona Melaniu Trump.
Hér að neðan má sjá tíst Jim Acosta um jakkann.
FLOTUS spox confirms Mrs. Trump wore a jacket to visit border kids that reads: "I really don't care. Do you?" Spox says: "It's a jacket. There was no hidden message. After today's important visit to Texas, I hope the media isn't going to choose to focus on her wardrobe." pic.twitter.com/Bp4Z8n455G
— Jim Acosta (@Acosta) June 21, 2018