Upphitun: Aðeins eitt stig skilur að fyrir endurkomuna til Frakklands Bragi Þórðarson skrifar 21. júní 2018 18:30 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel berjast um heimsmestaratitil ökuþóra vísir/samsett mynd/getty Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Eftir tíu ára hlé fer Formúla 1 aftur til Frakklands og nú á Paul Ricard brautinni í Marseille. Franski kappaksturinn var síðast haldinn á Magny-Cours brautinni árið 2008. Spennan er ógurleg í toppbaráttunni en nú er aðeins eitt stig á milli þeirra Sebastian Vettel og Lewis Hamilton sem berjast um fimmta titil sinn í Formúlu 1. Vettel hafði betur í Kanada fyrir tveimur vikum með sannfærandi sigri. Kappaksturinn um helgina verður áhugaverður, þó aðalega vegna þess að enginn af þeim 20 ökuþórum sem etja kappi hafa nokkurn tímann keppt á frönsku brautinni. Tíu þessara ökuþóra voru ekki einu sinni fæddir þegar að Alain Prost sigraði á Paul Ricard árið 1990.Alain Prost sigraði Frakklandskappaksturinn árið 1990vísir/gettyÞetta verður í 15 skiptið sem keppni fer fram í Marseille og eru fyrrum sigurvegarar goðsagnir á borð við Niki Lauda, Nigel Mansell og Nelson Piquet. Brautin er afar teknísk með mörgum háhraða beygjum. Aftari hluti brautarinnar er svo í rauninni bara einn langur beinn kafli með smá hraðahindrun sem mun bjóða upp á mikla framúrakstra. Síðustu keppnir í Mónakó og Kanada voru ekki nægilega skemmtilegar fyrir áhorfendur. Það má þó búast við meiri hasar í Frakklandi um helgina ef marka má álit keppenda. Tímatakan byrjar klukkan 13:50 á laugardaginn og svo hefst útsending frá kappakstrinum kl. 13:40, allt á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira