Vilja að Trump missi áfengisleyfið Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2018 06:18 Trump International hótelið í Washington DC er hið glæsilegasta. TIH Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization. Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hópur trúarleiðtoga og lögmenntaðra í Bandaríkjunum segja að hótel í eigu Bandaríkjaforsetans Donalds Trump ætti að missa áfengisleyfi sitt. Hópurinn sendi inn formlega kvörtun til leyfisveitandans Alcoholic Beverage Control Board þar sem fram kom að Trump International hótelið í Washington DC hafi fyrirgert sér réttinum til áfengissölu vegna „svívirðilegrar framkomu“ stofnandans. Reglur borgarinnar kveða á um að aðeins fólk með „gott geðslag“ (e. good character) hafi heimild til að selja áfengi í Washington. Hópurinn telur hins vegar að forsetinn, stofnandi umrædds hótels, sé „ekki með gott geðslag.“ Hópurinn samanstendur af fyrrverandi dómurum, sem og rabbínum og prestum. Meðal helsta röksemda hans fyrir leyfissviptingunni eru ásakanir á hendur forsetanum um kynferðislega áreitni sem og „ótal rasískar athugasemdir hans“ í gegnum árin. Í því samhengi er minnst á ummæli hans um að Afríkuríki væru „skítaholur.“ Hópurinn segir jafnframt að Trump hafi árum saman logið um ríkidæmi sitt, sem og að hafa átt í sambandi við klámstjörnu meðan hann var giftur annarri konu - núverandi eiginkonu sinni Melaniu Trump. Þrátt fyrir að hópurinn segist gera sér grein fyrir því að siðferismatið eigi sér yfirleitt stað fyrir leyfisveitinguna telur hann að framganga Trump kalli á endurskoðun. Þó svo að Trump sé ríkur og valdamikill geri það hann ekki undanþeginn kröfunni um gott geðslag. Synir Trump hafa haldið um stjórnartaumana í fyrirtækjum hans eftir að hann tók við embætti forseta. Hann á þó ennþá öll hlutabréfin sín í Trump Organization.
Donald Trump Tengdar fréttir Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05 Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Hóteleigandi lagði Trump Aðaleigandi lúxushótels í Panamaborg fer nú aftur með stjórn byggingarinnar eftir að honum tókst að leggja The Trump Organization, sem hafði farið með rekstur hótelsins, fyrir þarlendum dómstólum. 6. mars 2018 07:05
Verja Trump því þeir heyrðu hann segja „skítahús“ Rekstur alríkisstjórnar Bandaríkjanna gæti stöðvast vegna vantrausts flokkanna eftir fund í síðustu viku þar sem Trump forseti kallaði fátæk lönd „skítaholur“. 16. janúar 2018 12:29
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48