Byltingarkennd nýsköpun í iðkun íþrótta á landinu Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hugsar gríðarlega vel um líkamann á sé Vísri/arnþór „Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira