Gamalt sé nógu gott fyrir sjúklingana! Birgir Guðjónsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við lokapróf á námsárum mínum kom læknastúdent upp til munnlegs prófs og fékk spurningu sem hann svaraði ákveðið. Prófessorinn spurði hissa „hvaðan hefurðu þetta?“. „Úr nýju útgáfunni af kennslubókinni,“ svaraði stúdentinn. Prófessorinn barði í borðið og sagði, „ég sagði ykkur að lesa gömlu útgáfuna.“ Parkinsonsjúkdómur er ólæknandi, krónískur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum með einstaklingsbundinni nákvæmlega tímasettri lyfjagjöf og sjúkraþjálfun og skapa sjúklingum ásættanleg lífsgæði í nokkurn tíma. Það voru gleðitíðindi að ungur læknir í sérnámi við eitt fremsta háskólasjúkrahús vestan hafs hefði lagt sig eftir greiningu og meðferð á Parkinsonsjúkdómi. Læknirinn vill snúa heim og hefur leitað eftir starfsmöguleikum með því að komast á starfssamning við Sjúkratryggingar Íslands en var hafnað að fyrirmælum ráðherra. Skilaboð ráðherra virðast skýr; gamlingjar og gömlu úrræðin eru nógu góð fyrir Parkinsonsjúklinga (sem og aðra sjúklinga). Íslenskir læknar eins og viðkomandi sérfræðingur hafa oft komist að í sérnám erlendis við bestu háskólastofnanir og tekið þátt í framþróun læknisfræðinnar. Þekking þeirra og reynsla telst þá mikil verðmæti og þeim bjóðast oft störf í námslandinu. Flestir vilja koma heim en mörgum hefur verið hafnað til starfa í eigin heimalandi. Svo virðist í þessu tilfelli. Hagkvæmis vegna er eitt meginmarkmið í heilbrigðisþjónustu víða um heim að færa sem mest af greiningu og meðferð sjúkdóma út úr legurýmum sjúkrahúsa (hvað þá mygluðum!) í „ambulant“ aðstöðu, þ.e. læknastofur eða göngudeildir. Sérfræðingar á einkastofum höfðu veitt slíka þjónustu áratugum saman áður en skilningur á þessu kom til hjá LSH sem stofnsetti fyrstu göngudeildina 1974 og þá eingöngu fyrir einn ákveðinn sjúkdóm. Þróunin síðan hefur verið hæg. Markmið ráðherra virðist vera að sporna við starfi sjálfstæðra lækna þó augljóst sé að LSH geti ekki tekið þessa þjónustu að sér og skammta þannig sjúklingum aðgengi að nýjustu og bestu meðferð. Þekking og reynsla skapast ekki með pólitískum tilskipunum.Höfundur er fv. Assistant professor og sérfræðingur við Yale læknaháskólann, MACP, FRCP, AGAF, FASGE
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun