Hóp aldraðra haldið utan samfélagsþátttöku Björgvin Guðmundsson skrifar 21. júní 2018 07:00 Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hefur nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því, að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórn og Alþingi kemur í veg fyrir það. Það er mannréttindabrot. Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna Alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör. Þetta sást vel, þegar Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, talaði við fyrrverandi alþingismann. Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla. Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.Engin leið að dæmið gangi upp Er hagur þeirra ef til vill í lagi? Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir, sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund – 243 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund kr. á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu. Fyrir það sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði, mat, fatnað, hreinlætisvörur, samgöngukostnað, lækniskostnað, lyf, gjafir, sjónvarp, síma og fleira. Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp. Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta. En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum. Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur, fyrir að vera formenn í flokki (550 þús.), forseti Alþingis og varaforsetar, fyrir að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum. Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á Alþingi, flytji ekki eina einustu tillögu á Alþingi og sitji þegjandi. En um leið og þeir gera eitthvað fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Bruðl og óhóf Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart. Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt, að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra. Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf. Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir. Þeir fá miklu hærri dagpeninga en þingmenn; geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana. Þeir þurfa varla að taka upp veskið. Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum. Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af eigin launum eins og annað launafólk? Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir? Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður. Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja. Kjör annarra eldri borgara eru betri en þó ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Þeir sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins. Skerðing TR vegna 150 þús. kr. úr lífeyrissjóði er tæpur helmingur upphæðarinnar. Það er allt annað en lagt var upp með en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar. Það hefur verið svikið.Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né Alþingi hefur nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því, að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu. Ríkisstjórn og Alþingi kemur í veg fyrir það. Það er mannréttindabrot. Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna Alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör. Þetta sást vel, þegar Ellert Schram, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, talaði við fyrrverandi alþingismann. Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla. Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi.Engin leið að dæmið gangi upp Er hagur þeirra ef til vill í lagi? Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir, sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund – 243 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund kr. á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu. Fyrir það sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði, mat, fatnað, hreinlætisvörur, samgöngukostnað, lækniskostnað, lyf, gjafir, sjónvarp, síma og fleira. Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp. Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta. En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum. Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur, fyrir að vera formenn í flokki (550 þús.), forseti Alþingis og varaforsetar, fyrir að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum. Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á Alþingi, flytji ekki eina einustu tillögu á Alþingi og sitji þegjandi. En um leið og þeir gera eitthvað fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Bruðl og óhóf Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dagpeninga í utanlandsferðum. Þeir geta sent hótelreikninginn heim í Alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart. Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt, að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra. Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf. Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir. Þeir fá miklu hærri dagpeninga en þingmenn; geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana. Þeir þurfa varla að taka upp veskið. Þetta eru mennirnir, sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu. Þetta eru mennirnir, sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum. Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af eigin launum eins og annað launafólk? Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir? Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður. Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja. Kjör annarra eldri borgara eru betri en þó ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Þeir sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins. Skerðing TR vegna 150 þús. kr. úr lífeyrissjóði er tæpur helmingur upphæðarinnar. Það er allt annað en lagt var upp með en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar. Það hefur verið svikið.Höfundur er viðskiptafræðingur
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun