Heita betri umgengni á Secret Solstice með sérhæfðu tiltektarfyrirtæki Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 13:45 Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra. Secret Solstice/Solovov „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Við erum „on track“ og það er allt að rísa í dalnum. Það hjálpar til að þetta er í fyrsta skipti sem við breytum ekki svæðinu milli hátíða þannig að svæðið er eins og í fyrra. Þetta er þannig séð búið að vera stresslausasta vikan fyrir hátíð sem ég hef upplifað,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst formlega í Laugardalnum á morgun. „Þetta er allt eins og það á að vera.“Jói Pje og Króli fluttir til í dagskránni Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið. „Hliðið opnar klukkan fimm á morgun og fyrsta dagskráratriðið byrjar klukkan hálf sex, það er Sylvía Erla sem opnar,“ segir Jón. Ein breyting hefur orðið á dagskránni sem aðgengileg er á netinu en dúóið JóiPé og Króli munu ekki koma fram á morgun, fimmtudag, heldur stíga þeir í staðinn á stokk á laugardaginn. Önnur atriði standa og munu gestir geta hlýtt á heimsfræga plötusnúðurinn Steve Aoki, Jet Black Joe og goðsögnina Bonnie Tyler. Þá segir Jón enn til miða á opnunarkvöldið á morgun. Stakir miðar á laugardagskvöldið eru hins vegar uppseldir og ekki er í boði að fjárfesta í miðum á önnur stök kvöld á hátíðinni.Frá tónleikum Prodigy á Secret Solstice í fyrra.Secret Solstice/Damien GilbertSérhæft breskt fyrirtæki ráðið til að ganga frá Undanfarin ár hafa íbúar í Laugardalnum, þar sem Secret Solstice-hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan árið 2014, gagnrýnt umgengni og frágang í kringum hátíðina. Aðspurður segir Jón að skipuleggjendur hafi gert sérstakar ráðstafanir í umgengnismálum í ár. „Í fyrsta lagi gerðum við samning við Reykjavíkurborg um að þau myndu halda hreinu fyrir utan hátíðarsvæðið og við höldum hreinu inni á hátíðarsvæðinu. Í öðru lagi réðum við breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að hreinsa til á hátíðum. Þau munu sjá um að ganga frá og flokka rusl og halda hreinu.“ Jón segir að grindverk í kringum hátíðarsvæðið hafi verið tekin niður of snemma í fyrra, auk þess sem brast á með roki skömmu síðar, og því hafi frágangi verið ábótavant. Hann segir undirbúningsaðila ekki hyggjast leika sama leik í ár. Eins og áður segir hefst Secret Solstice-tónlistarhátíðin í Laugardalnum á morgun. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru áðurnefnd Bonnie Tyler, Gucci Mane, Slayer, Stormzy og Clean Bandit. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Secret Solstice Tengdar fréttir Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið vel. Við erum „on track“ og það er allt að rísa í dalnum. Það hjálpar til að þetta er í fyrsta skipti sem við breytum ekki svæðinu milli hátíða þannig að svæðið er eins og í fyrra. Þetta er þannig séð búið að vera stresslausasta vikan fyrir hátíð sem ég hef upplifað,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst formlega í Laugardalnum á morgun. „Þetta er allt eins og það á að vera.“Jói Pje og Króli fluttir til í dagskránni Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið. „Hliðið opnar klukkan fimm á morgun og fyrsta dagskráratriðið byrjar klukkan hálf sex, það er Sylvía Erla sem opnar,“ segir Jón. Ein breyting hefur orðið á dagskránni sem aðgengileg er á netinu en dúóið JóiPé og Króli munu ekki koma fram á morgun, fimmtudag, heldur stíga þeir í staðinn á stokk á laugardaginn. Önnur atriði standa og munu gestir geta hlýtt á heimsfræga plötusnúðurinn Steve Aoki, Jet Black Joe og goðsögnina Bonnie Tyler. Þá segir Jón enn til miða á opnunarkvöldið á morgun. Stakir miðar á laugardagskvöldið eru hins vegar uppseldir og ekki er í boði að fjárfesta í miðum á önnur stök kvöld á hátíðinni.Frá tónleikum Prodigy á Secret Solstice í fyrra.Secret Solstice/Damien GilbertSérhæft breskt fyrirtæki ráðið til að ganga frá Undanfarin ár hafa íbúar í Laugardalnum, þar sem Secret Solstice-hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan árið 2014, gagnrýnt umgengni og frágang í kringum hátíðina. Aðspurður segir Jón að skipuleggjendur hafi gert sérstakar ráðstafanir í umgengnismálum í ár. „Í fyrsta lagi gerðum við samning við Reykjavíkurborg um að þau myndu halda hreinu fyrir utan hátíðarsvæðið og við höldum hreinu inni á hátíðarsvæðinu. Í öðru lagi réðum við breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að hreinsa til á hátíðum. Þau munu sjá um að ganga frá og flokka rusl og halda hreinu.“ Jón segir að grindverk í kringum hátíðarsvæðið hafi verið tekin niður of snemma í fyrra, auk þess sem brast á með roki skömmu síðar, og því hafi frágangi verið ábótavant. Hann segir undirbúningsaðila ekki hyggjast leika sama leik í ár. Eins og áður segir hefst Secret Solstice-tónlistarhátíðin í Laugardalnum á morgun. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru áðurnefnd Bonnie Tyler, Gucci Mane, Slayer, Stormzy og Clean Bandit. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Secret Solstice Tengdar fréttir Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00
Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30