Krísufundur hjá heimsmeisturunum eftir fyrsta leik Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. júní 2018 15:30 Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn vísir/getty Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar HM í Rússlandi var líklega tap Þjóðverja gegn Mexíkó. Heimsmeistararnir áttu engin svör gegn sprækum Mexíkóum sem unnu sanngjarnan 1-0 sigur. Manuel Neuer er fyrirliði Þjóðverja og hefur þurft að svara fyrir frammistöðu liðsins undanfarna daga. „Mexíkó skapaði vandræði fyrir okkur og við vorum ekki með svörin við þeim. Þetta á að vekja okkur.“ „Ég hef aldrei upplifað jafn góð samskipti í landsliðinu og eftir tapið gegn Mexíkó. Það boðar gott. Leikmenn vilja taka ábyrgð og við ætlum ekki að lenda í þessu aftur. Við nálgumst næstu leiki með jákvætt hugarfar og trúum því að við getum komist í 16-liða úrslit,“ sagði Neuer. Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn og baðst afsökunar á því við blaðamenn. Ástæðan fyrir seinkuninni var sú að leikmenn eyddu löngum tíma eftir æfingu liðsins til að fara yfir málin. „Það var langur liðsfundur og ég biðst afsökunar á að hafa mætt svona seint. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur. Við erum ósáttir við okkur sjálfa og vonsviknir að hafa ekki leikið betur.“ „Við vorum að ræða það hvernig við verndum vörnina okkar og skort á sjálfstrausti í liðinu. Ég get ekki útskýrt það nánar,“ sagði Neuer þegar blaðamenn spurðu um efni liðsfundarins. Jafnframt tók Neuer skýrt fram að ekkert ósætti væri innan leikmannahópsins en orðrómar þess efnis höfðu verið á sveimi í aðdraganda keppninnar. Næsti leikur Þjóðverja er næstkomandi laugardag þegar þeir mæta Svíum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar HM í Rússlandi var líklega tap Þjóðverja gegn Mexíkó. Heimsmeistararnir áttu engin svör gegn sprækum Mexíkóum sem unnu sanngjarnan 1-0 sigur. Manuel Neuer er fyrirliði Þjóðverja og hefur þurft að svara fyrir frammistöðu liðsins undanfarna daga. „Mexíkó skapaði vandræði fyrir okkur og við vorum ekki með svörin við þeim. Þetta á að vekja okkur.“ „Ég hef aldrei upplifað jafn góð samskipti í landsliðinu og eftir tapið gegn Mexíkó. Það boðar gott. Leikmenn vilja taka ábyrgð og við ætlum ekki að lenda í þessu aftur. Við nálgumst næstu leiki með jákvætt hugarfar og trúum því að við getum komist í 16-liða úrslit,“ sagði Neuer. Neuer mætti 50 mínútum of seint á blaðamannafundinn og baðst afsökunar á því við blaðamenn. Ástæðan fyrir seinkuninni var sú að leikmenn eyddu löngum tíma eftir æfingu liðsins til að fara yfir málin. „Það var langur liðsfundur og ég biðst afsökunar á að hafa mætt svona seint. Við erum okkar hörðustu gagnrýnendur. Við erum ósáttir við okkur sjálfa og vonsviknir að hafa ekki leikið betur.“ „Við vorum að ræða það hvernig við verndum vörnina okkar og skort á sjálfstrausti í liðinu. Ég get ekki útskýrt það nánar,“ sagði Neuer þegar blaðamenn spurðu um efni liðsfundarins. Jafnframt tók Neuer skýrt fram að ekkert ósætti væri innan leikmannahópsins en orðrómar þess efnis höfðu verið á sveimi í aðdraganda keppninnar. Næsti leikur Þjóðverja er næstkomandi laugardag þegar þeir mæta Svíum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira