Funda vegna stefnu Trumps Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Börn sem koma til Bandaríkjanna þurfa að hírast í búrum meðan mál þeirra eru til meðferðar. Vísir/AP Afstaða íslenskra stjórnvalda er skýr í garð þeirrar framkvæmdar bandarískra stjórnvalda að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Óskað hefur verið eftir fundi í utanríkismálanefnd þingsins vegna málsins. Undanfarnar vikur hafa ríflega tvö þúsund börn verið fjarlægð úr fangi foreldra sinna við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Er þetta gert á meðan foreldrar þeirra eru saksóttir fyrir brot sitt. „Miðað við þær fréttir sem ég hef séð þá samræmist þetta ekki þeim gildum sem við aðhyllumst um að réttindi barna séu ávallt í fyrirrúmi,“ segir Guðlaugur. „Við erum ekki ein um þá skoðun. Til að mynda hafa allar núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna gagnrýnt þetta.“ Ráðherrann bendir á að innflytjendamál hafi lengi verið þrætuepli í Bandaríkjunum og að í forsetatíð Obama hafi fólki verið haldið nauðugu við landamærin. Þá hafi fjölskyldur þó verið saman. „Það liggur alveg skýrt fyrir hver afstaða íslenskra stjórnvalda er og við munum koma þeim sjónarmiðum á framfæri. Ég vil trúa því að úr þessu leysist,“ segir Guðlaugur.Sjá einnig: Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Logi Már Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði í fyrrakvöld eftir fundi utanríkismálanefndar vegna málsins. Stefnt er að því að fundurinn fari fram í upphafi næstu viku en nefndarmenn eru margir hverjir á erlendri grund sem stendur á vegum þingsins. „Ég tel röksemdir og skýringar yfirvalda og forsetans vestanhafs fyrir þessum ömurlegu aðgerðum vera mjög ótrúverðugar. Þær eru harkalegar og bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar.Frá fundi utanríkismálanefndar.VísirÁslaug segir að íslensk stjórnvöld geti ekki haft bein áhrif á það sem gerist innan landamæra Bandaríkjanna en segir að Ísland eigi að gera þá kröfu til stjórnvalda ytra að þau sýni mannúð og virðingu. „Ég reikna með að leggja til á fundinum, ef ríkisstjórnin ætlar ekki að álykta og fordæma þessa framkvæmd, að þá geri nefndin það. Þetta er fráleitt sem er að gerast vestra,“ segir Logi. Logi segir óhuggulegt að fylgjast með því að lítil börn séu notuð sem skiptimynt í deilum milli Repúblikana og Demókrata um fjármagn til mannvirkis sem sé „líka ljótt“. „Þetta er fordæmalaust og skelfir mann. Það er margt sem íslensk þjóð getur gert til að láta gott af sér leiða,“ segir Logi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng og Logi. „Þetta er ómannúðleg framkoma og vanvirðing við börn, mannréttindi þeirra og fjölskyldur í afar viðkvæmri stöðu. Að mínu mati verða bandarísk stjórnvöld að snúa strax af þessari leið að nota saklaus börn sem skiptimynt í umræðum um byggingu landamæraveggs,“ segir Rósa. Rósa bendir á að sem stendur sé Ísland að sækja um stöðu í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Sem slíku beri Íslandi að koma á framfæri sinni skoðun þegar í ljós kemur slíkt framferði gegn börnum í þessari stöðu. „Ef málefnin eiga að ráða för í slíku framboði þá eigum við að kveða svolítið hart að orði,“ segir Rósa. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Afstaða íslenskra stjórnvalda er skýr í garð þeirrar framkvæmdar bandarískra stjórnvalda að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá fjölskyldum sínum. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Óskað hefur verið eftir fundi í utanríkismálanefnd þingsins vegna málsins. Undanfarnar vikur hafa ríflega tvö þúsund börn verið fjarlægð úr fangi foreldra sinna við komuna til Bandaríkjanna. Um börn ólöglegra innflytjenda er að ræða. Er þetta gert á meðan foreldrar þeirra eru saksóttir fyrir brot sitt. „Miðað við þær fréttir sem ég hef séð þá samræmist þetta ekki þeim gildum sem við aðhyllumst um að réttindi barna séu ávallt í fyrirrúmi,“ segir Guðlaugur. „Við erum ekki ein um þá skoðun. Til að mynda hafa allar núlifandi forsetafrúr Bandaríkjanna gagnrýnt þetta.“ Ráðherrann bendir á að innflytjendamál hafi lengi verið þrætuepli í Bandaríkjunum og að í forsetatíð Obama hafi fólki verið haldið nauðugu við landamærin. Þá hafi fjölskyldur þó verið saman. „Það liggur alveg skýrt fyrir hver afstaða íslenskra stjórnvalda er og við munum koma þeim sjónarmiðum á framfæri. Ég vil trúa því að úr þessu leysist,“ segir Guðlaugur.Sjá einnig: Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Logi Már Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði í fyrrakvöld eftir fundi utanríkismálanefndar vegna málsins. Stefnt er að því að fundurinn fari fram í upphafi næstu viku en nefndarmenn eru margir hverjir á erlendri grund sem stendur á vegum þingsins. „Ég tel röksemdir og skýringar yfirvalda og forsetans vestanhafs fyrir þessum ömurlegu aðgerðum vera mjög ótrúverðugar. Þær eru harkalegar og bitna á þeim sem síst skyldi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar.Frá fundi utanríkismálanefndar.VísirÁslaug segir að íslensk stjórnvöld geti ekki haft bein áhrif á það sem gerist innan landamæra Bandaríkjanna en segir að Ísland eigi að gera þá kröfu til stjórnvalda ytra að þau sýni mannúð og virðingu. „Ég reikna með að leggja til á fundinum, ef ríkisstjórnin ætlar ekki að álykta og fordæma þessa framkvæmd, að þá geri nefndin það. Þetta er fráleitt sem er að gerast vestra,“ segir Logi. Logi segir óhuggulegt að fylgjast með því að lítil börn séu notuð sem skiptimynt í deilum milli Repúblikana og Demókrata um fjármagn til mannvirkis sem sé „líka ljótt“. „Þetta er fordæmalaust og skelfir mann. Það er margt sem íslensk þjóð getur gert til að láta gott af sér leiða,“ segir Logi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng og Logi. „Þetta er ómannúðleg framkoma og vanvirðing við börn, mannréttindi þeirra og fjölskyldur í afar viðkvæmri stöðu. Að mínu mati verða bandarísk stjórnvöld að snúa strax af þessari leið að nota saklaus börn sem skiptimynt í umræðum um byggingu landamæraveggs,“ segir Rósa. Rósa bendir á að sem stendur sé Ísland að sækja um stöðu í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Sem slíku beri Íslandi að koma á framfæri sinni skoðun þegar í ljós kemur slíkt framferði gegn börnum í þessari stöðu. „Ef málefnin eiga að ráða för í slíku framboði þá eigum við að kveða svolítið hart að orði,“ segir Rósa.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30 Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13 Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04 Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vilja að Ísland fordæmi harðræði Bandaríkjanna gagnvart flóttabörnum Þingmaður Samfylkingarinnar vill að íslensk stjórnvöld fordæmi aðgerðir Bandaríkjastjórnar 19. júní 2018 20:30
Mikil reiði vegna stefnu um börn ólöglegra innflytjenda Mikil reiði hefur blossað upp í Bandaríkjunum vegna nýrrar stefnu um að taka megi börn frá ólöglegum innflytjendum og vista þau í flóttamannabúðum á meðan foreldrarnir fara í gegnum dómskerfið. 18. júní 2018 23:13
Trump í hliðstæðum veruleika þrátt fyrir gagnrýni úr öllum áttum Sótt er að Donald Trump Bandaríkjaforseta úr öllum áttum vegna innflytjendastefnu sem hefur leitt til aðskilnaðar þúsunda barna við foreldra sína á landamærunum við Mexíkó. 19. júní 2018 08:04
Bandaríkin draga sig úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna Mike Pompeo og Nikki Haley hafa tilkynnt að Bandaríkin hætti þátttöku í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 21:29