Valtteri Bottas á Mercedes verður á ráspól þegar ræst verður í Austurríkiskappakstrinum á morgun. Bottas var sekúndubrotum á undan liðsfélaga sínum Lewis Hamilton í tímatökunni í dag.
Bottas átti hraðasta hring dagsins, 1:03,130. Hraðasti hringur Hamilton var 1:03,149. Ferrari-mennirnir Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen hrepptu þriðja og fjórða sætið.
Vettel gæti hins vegar verið færður aftar í röðinni þar sem rannsókn stendur yfir á því hvort hann hafi hindrað Carlos Sainz.
Kappaksturinn á morgunn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 12:40.
Bottas á ráspól í Austurríki
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn