Gleðin við að bana fiðrildi Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. júní 2018 09:15 Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengni hefur verið okkur Íslendingum hugleikin undanfarnar vikur. Ástæðan er afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er það komst á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í fyrsta sinn. Við upphaf keppninnar gerðu margir árangurinn að umtalsefni og veltu fyrir sér hvað mætti læra af honum. Var hann lexía um samstöðu og baráttuþrek? Eða kannski hugarfar, kraft, styrk og metnað? Sitt sýndist hverjum. Staðreyndin er hins vegar sú að umrætt hlaðborð mannkosta sem dúkað var upp á tyllidögum í hátíðarræðum er með öllu merkingarlaust – næringarsnautt. Því þótt velgengni sé skemmtileg er sjaldnast nokkuð af henni að læra. Ekki er þó þar með sagt að ekkert sé hægt að læra af þátttöku Íslands í HM. Haugur mistaka „Mistök bjarga mannslífum,“ fullyrðir tölfræðingurinn, Nassim Taleb. „Í hvert sinn sem flugvél hrapar minnka líkurnar á að flugvél hrapi aftur. Farþegaskipið Títanik bjargaði mannslífum því nú smíðum við stærri og stærri skip. Fjöldi fólks lést en í kjölfarið jukum við öryggi kerfisins – mistökin voru ekki til einskis.“ Heilaskurðlæknirinn Henry Marsh tekur í sama streng í metsölubók sinni Do No Harm. „Sumar aðgerðanna sem ég hef gert eru stórsigrar og þrekvirki. En þær eru aðeins stórsigrar vegna þess að aðrar hafa verið hrapalleg mistök.“ Velgengni sýnist oft fyrirhafnarlítil. Um fólk sem náð hefur árangri segjum við gjarnan að það hafi „skotist á toppinn“. En toppur þarfnast undirstöðu. Oftar en ekki hvílir velgengni á háum haug, heilu fjalli, misheppnaðra tilrauna. „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistakast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eitt prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Sjálfsefjun þjóðar Í vikunni mistókst Íslendingum að komast upp úr riðli sínum á HM. Draumurinn er úti og það er komið annað hljóð í strokkinn – og hátíðarræðurnar: „Mikilvægast er að taka þátt,“ glymur nú við. Í fyrstu kann að hljóma eins og um sé að ræða sjálfsefjun þjóðar; við erum spæld og sleikjum sárin. En ef betur er að gáð má finna í tapinu eina mikilvægustu lexíu Heimsmeistaramótsins. Bandaríski rithöfundurinn Ann Patchett sem gerir nú garðinn frægan með skáldsögum sínum sendi frá sér fyrir nokkrum árum æviminningar í bland við leiðsögn um ritlist. Í bókinni This is the Story of a Happy Marriage segir Ann að hamingjuríkasti tími lífs hennar sem rithöfundar sé hugmyndastigið. Á því stigi er bókin sem velkist um í huganum „stórkostlegasta skáldsaga bókmenntasögunnar“, skrifar hún. „Það eina sem eftir er að gera er að koma henni niður á blað svo að allir megi sjá fegurðina sem ég sé.“ En það er þá sem babb kemur í bátinn: „Ég teygi upp handlegginn og gríp fiðrildið þar sem það flýgur um. Ég tek það úr höfðinu, þrýsti því niður á skrifborðið mitt, krem það með lófanum og bana því. Auðvitað langar mig ekki til að bana því. En þetta er eina leiðin til að koma einhverju svo þrívíðu á flata blaðsíðu. ... Þetta er eins og að keyra yfir fiðrildi á jeppa. Öll fegurðin sem bjó í þessari lifandi veru – litirnir, ljósið, hreyfingin – er farin. Aðeins þurr skel vinar stendur eftir, afskræmdur líkami, rifinn og tættur sem ég púsla saman – illa.“ Gömul tugga Þegar við féllum úr Heimsmeistarakeppninni snerum við baki við hetjuklisjunum, tálsýn velgengninnar, um „kraft“, „styrk“ og „samstöðu“. En hver er þá lexían? Ann Patchett segist ekki enn hafa lært að koma fiðrildinu á blað án þess að finnast hún hafa banað því. „Ég hef hins vegar lært að standa dauðsfallið af mér og fyrirgefa sjálfri mér.“ Lexía HM er þessi: Áttu þér draum? Hrifsaðu hann úr höfðinu, stígðu um borð í jeppann og spændu upp fiðrildið á nagladekkjunum. Það er gömul tugga en sönn: Mikilvægast er að taka þátt. Því mestu mistökin eru að reyna ekki.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar