Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Dagblöðin Tíminn og Vísir fjölluðu ítarlega í máli og myndum um hitabylgjuna sem gladdi íbúa höfuðborgar Íslands fyrir 42 árum. „Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira