Fram er komið í fimmta sæti Inkasso-deildarinnar eftir 3-1 sigur á botnliði Magna á Laugardalsvelli í dag.
Gestirnir komust yfir strax á fjórðu mínútu er Gunnar Örvar Stefánsson skoraði en fjórum mínútum síðar jafnaði Helgi Guðjónsson.
1-1 í hálfleik en Guðmundur Magnússon kom Fram yfir á 56. mínútu áður en Mihajlo Jakimoski skoraði þriðja mark Fram á 71. mínútu.
Fram er því komið í fimmta sætið en þeir höfðu tapað síðustu tveimur leikjum. Magni er á botninum með sex stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Fram í fimmta sætið eftir sigur á botnliðinu
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
