Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól þegar ræst verður í breska Silverstone-kappakstrinum á morgun.
Hamilton setti nýtt brautarmet þegar hann ók á 1:25.892. Næstur á eftir honum kom Sebastian Vettel á Ferrari en hann ók á 1:25.936. Liðsfélagi hans, Kimi Räikkönen, var með þriðja besta tímann 1:25.990.
Valtteri Bottas á Mercedes varð síðan á fjórða besta tímanum, 1:26.217.
Kappaksturinn á morgun er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan 12:50
