Dráttarbátur ekki til á Húsavík þrátt fyrir fjármagn frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. júlí 2018 08:00 Hafnarsamlag Norðurlands fékk styrk frá Hafnabótasjóði fyrir 60 prósentum af kaupverði Seifs. Vegagerðin Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Ekki hafa enn verið fest kaup á dráttarbáti sem gert var ráð fyrir í lögum frá 2013 um fjármögnun uppbyggingar innviða vegna atvinnustarfsemi á Bakka. Í kostnaðaráætlun í almennum athugasemdum með lögunum er gert ráð fyrir 290 milljónum í hönnun og útboð á dráttarbáti. „Það ferli er í rauninni ekki hafið,“ segir Þórir Örn Gunnarsson, hafnarstjóri á Húsavík, aðspurður um bátinn og féð sem veitt var til hönnunar hans og smíði. „Við erum ekki búnir með framkvæmdina, en hún var af slíkri stærðargráðu að þessi fjármunir voru allir nýttir í hana og dugðu ekki til. Við þurfum svo að setja þetta í ferli,“ segir Þórir. Hann segir að fyrir hefði legið að sveitarfélagið og höfnin myndu þurfa að bera einhvern kostnað af framkvæmdunum enda verkefnið ekki að fullu fjármagnað af ríkinu. Ákveðið hefði verið að nota allt fjármagnið í framkvæmdirnar og gera samning við hafnarsamlag Norðurlands um þjónustuna á meðan peningum yrði safnað fyrir dráttarbát. Hafnasamlag Norðurlands á Akureyri fékk glænýjan dráttarbát, Seif, á dögunum og styrkti Hafnabótasjóður þau kaup um 60 prósent af kaupverðinu, en báturinn kostaði 490 milljónir. Í frétt frá Vegagerðinni segir að með tilkomu bátsins opnist möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og til dæmis Húsavíkurhöfn þar sem mikil þörf sé á þjónustu dráttarbáts eftir að starfsemi hófst í stóriðjunni á Bakka. Aðspurður segir Þórir að samkomulag hafi verið um samvinnu milli Húsavíkurhafnar og Hafnasamlags Norðurlands og mun Sleipnir, eldri dráttarbáturinn frá Akureyri sem Seifur leysir af hólmi, sinna þjónustu í Húsavíkurhöfn þangað til Húsvíkingar hafa efni á sínum eigin dráttarbát. En hann segir ekkert vafamál að nauðsynlegt sé að hafa dráttarbát að staðaldri á Húsavík, fleira komi til en atvinnustarfsemin á Bakka. „Umferðin hér hefur aukist það mikið, auk þess sem skemmtiferðaskipin bætist við á sumrin, þar sem mikil aukning hafi verið. „Við erum að fara úr þremur skipum árið 2015 upp í 48 til 49 skip í ár. Svo er náttúrulega gríðarlegur fjöldi farþegabáta hér í siglingum, hvalaskoðunarbátarnir, þannig að þetta er orðin mjög mikil umferð hér og hafnarsvæðið er þröngt,“ segir Þórir.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira