Sendiherrar sameinast í ást og friði Ingólfstorgi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:30 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira