Trump-stjórnin þaggaði niður rannsókn á krabbameinsvaldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2018 16:30 Verkefni Umhverfisstofnunarinnar á að vera að vernda heilsu og umhverfi í Bandaríkjunum. Undir Trump hefur forysta stofnunarinnar hugsað meira um hagsmuni fyrirtækja. Vísir/Getty Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna undir stjórn fráfarandi forstjóra gróf rannsókn sem leiddi í ljós að formaldehýðgufa frá iðnaði yki hættu fjölda Bandaríkjamanna á að fá hvítablæði og aðra sjúkdóma. Nýr starfandi forstjóri hefur áður tekið þátt í tilraunum til að fresta rannsóknum á áhrifum efnisins.Politico hefur eftir núverandi og fyrrverandi embættismönnum hjá Umhverfisstofnuninni (EPA) að frestun Scott Pruitt, sem sagði af sér sem forstjóri EPA í gær, á birtingu skýrslu með niðurstöðunum hafi verið liður í herferð hans og Trump-stjórnarinnar til þess að grafa undan sjálfstæðum vísindarannsóknum stofnunarinnar á heilsufarsáhrifum eiturefna. Formaldehýð sé eitt mest notaða efnið í Bandaríkjunum. Það er notað í unnum viði í húsgögnum og húsbúnaði en einnig berst það út í loftið frá hreinsunarstöðvum. Niðurstöður vísindamanna EPA gætu þýtt að reglur um notkun formaldehýðs yrðu hertar. Þær gætu jafnframt orðið grundvöllur hópmálsókna gegn framleiðendum efnisins. Drög að skýrslunni voru tilbúin aðeins nokkrum dögum áður en Trump tók við sem forseti í byrjun síðasta árs. Pólitískt skipaðir stjórnendur stofnunarinnar hafi síðan dregið lappirnar til þess að tefja fyrir birtingu hennar. Þeir hafa bannað starfsmönnum stofnunarinnar að hefja yfirlestur á drögunum án þeirra leyfis og frestað fundum um framvindu hennar. Undir stjórn Pruitt hefur Umhverfisstofnunin ítrekað tekið sér stöðu með fyrirtækum og iðnaði sem stofnuninni er ætlað að hafa eftirlit með. Varð Pruitt tíðrætt um efnahagsleg áhrif ákvarðana EPA fremur en umhverfisleg áhrif.Málafylgjumaður kolaiðnaðarins tekur við Pruitt sagði af sér í gær eftir röð hneykslismála. Aðstoðarforstjórinn Andrew Wheeler tekur tímabundið við af Pruitt sem starfandi forstjóri en ekki er enn ljóst hvort hann tekur varanlega við embættinu eða hvort Trump forseti skipi annan forstjóra. Wheeler vann áður sem málafylgjumaður fyrir kolafyrirtæki en hann starfaði einnig fyrir umhverfisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir Jim Inhofe, þingmanni Repúblikanaflokksins, og þekktum afneitara loftslagsvísinda. Inhofe reyndi á sínum tíma að tefja fyrir mati EPA á áhrifum formaldehýðs á heilsu fólks. Búist er við því að Wheeler taki upp þráðinn frá Pruitt og haldi áfram að afnema reglur sem er ætlað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftlagsbreytingum og draga úr mengun í lofti og í vatni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10 Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Einn umdeildasti og afkastamesti embættismaður Trump hættur Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna, hefur sagt af sér embætti. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter í kvöld. 5. júlí 2018 20:10
Uppáhalds embættismaður Trump hélt leynilega dagskrá Forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna hefur staðið af sér hverja spillingarásökunina á fætur annarri vegna ánægju Trump með framgöngu hans í að afnema reglur. Ásakanirnar hrannast hins vegar áfram upp. 3. júlí 2018 13:19