Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. nóvember 2024 23:27 Teodoro Obiang Nguema forseti Miðbaugs-Gíneu er frændi Engonga, mannsins sem kynlífsmyndböndum var dreift af. getty Kynlífsskandall skekur nú afríkuríkið Miðbaugs-Gíneu, eitt fátækasta ríki heims. Á bilinu 150 til 400 kynlífsmyndböndum hefur verið lekið um netið síðustu daga sem sýna háttsettan embættismann og frænda forseta landsins, Baltasar Ebang Engonga, í kynlífsathöfnum við hinar ýmsu konur. Sumar þeirra eru eiginkonur annarra stjórnmálamanna landsins. Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty Miðbaugs-Gínea Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Í frétt BBC um málið kemur fram að grunur leiki á að lekinn sé samsæri gegn Engonga. Það hefur hins vegar reynst fjölmiðlum erfitt að staðreyna upplýsingar í málinu enda ríkir ekki fjölmiðlafrelsi í landinu. Það liggur aftur á móti fyrir að fyrrgreindum myndböndum hefur verið lekið. Í frétt BBC segir að Engonga hafi fengið viðurnefnið „Bello“ þar sem hann þyki einstaklega myndarlegur. Kynlífsmyndböndin hafi mörg hver tekin á skrifstofu Engonga, sem gegnir embætti forstjóra fjármálaeftirlits landsins, og virðist konurnar margar meðvitaðar um að verið sé að taka þær upp. Þrátt fyrir stöðu hans innan fjármálaeftirlitsins var Engonga sjálfur rannsakaður fyrir fjármálamisferli og handtekinn 25. október síðastliðinn fyrir skattsvik. Fartölva hans var tekin í aðgerðum lögreglu og nokkrum dögum síðar fóru myndböndin umræddu í dreifingu víða á netinu. Engonga er frændi forsetans Teodoro Obiang Nguema, sem nú er kominn á 82 aldursár, en Engonga hefur lengi talinn með líklegustu mönnum til að taka við af Nguema. Sá hefur verið við völd frá árinu 1979 og endurkjörinn nokkrum sinnum, á milli þess sem pólitískir andstæðingar hans hafa verið fangelsaðir eða teknir af lífi. Miðbaugs-Gínea er eins og áður segir eitt fátækasta ríki heims en þar búa um 1,7 milljónir manna. Þetta er ekki fyrsti skandallinn sem kemur upp í ríkinu. Margir skandalar tengjast syni Nguema forseta, Teodoro Obiang Mangue, sem nú er varaforseti. Sá hefur lifað glamúrlífi og átti á einum tímapunkti demantshanska sem áður var í eigu Michael Jackson. Sá hanski var metinn á 42 milljónir króna. Hanski Jackson var eitt sinn í eigu varaforseta Miðbaugs-Gíneu.getty
Miðbaugs-Gínea Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira