„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 08:04 Fulltrúar Sea Shepard voru hér á landi á dögunum að safna myndefni. Skjáskot Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan. Hvalveiðar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan.
Hvalveiðar Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira