„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 08:04 Fulltrúar Sea Shepard voru hér á landi á dögunum að safna myndefni. Skjáskot Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan. Hvalveiðar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. Í myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, segja samtökin að veiðiaðferð Hvals valdi dýrunum ómældum þjáningum. Þar að auki sé lítill sem enginn innlendur markaður fyrir hvalkjöt og því sé það nær allt selt til Japans. Fulltrúar Bretlandsdeildar samtakanna voru hér á landi á dögunum til að safna myndefni, en fyrsti hvalurinn var dreginn að landi í Hvalfirði 21. júní síðastliðinn. Sea Shepard hafa lengi haft horn í síðu hvalveiða Íslendinga. Skemmst ber að minnast þess þegar tveir fulltrúar samtakanna sökktu skipunum Hvalur 6 og Hvalur 7 í Reykjavíkurhöfn og skemmdu hvalkjötsvinnsluna í Hvalfirði árið 1986. Í nýja myndbandinu eru áhorfendur hvattir til að senda töluvpósta á forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur, umhverfisráðherrann Guðmund Inga Guðbrandsson og Ferðamálastofu til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Samtökin vona að íslensk stjórnvöld banni hvalveiðar í kringum landið og leggi þess í stað áherslu á hvalaskoðun. „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ spyrja samtökin í myndbandinu og vísa þar til hvalaverkunarinnar í Hvalfirði.Greint var frá því á dögunum að sala Hvals hf. hafi dregist saman um 31 prósent á milli ára og hagnaður fyrirtækisins um 515 milljónir króna á sama tímabili.Ef marka má könnun MMR eru skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar á hvalveiðum. Þriðjungur svarenda, eða 34 prósent, var andvígur, þriðjungur, einnig 34 prósent, hlynntir, og um þriðjungur, eða 31 prósent, hvorki hlynntur né andvígur. Myndband Sea Shepard má sjá hér að neðan.
Hvalveiðar Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira