Brugðist við tómi sem varð til með brottfalli uppreistar æru Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Mál tengd uppreist æru urðu tilefni stjórnarslita og þingrofs síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Fallið verður frá því að kveðið verði almennt á um missi borgaralegra réttinda og þess í stað verður mælt fyrir um það í hvaða tilvikum sakaferill geti leitt til missis kjörgengis, embættisgengis eða tiltekinna starfsréttinda. Þetta felst í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls ákvæða um uppreist æru. Stefnt er að lögin verði samþykkt á árinu og taki gildi um áramót. Í frumvarpsdrögunum, sem kynnt voru í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær, er meðal annars mælt fyrir um að enginn teljist hafa óflekkað mannorð hafi hann hlotið óskilorðsbundinn fangelsisdóm sem ekki er búið að afplána að fullu. Í núverandi lögum segir að mannorð teljist flekkað hafi maður verið dæmdur fyrir brot sem er svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta er eini staðurinn í drögunum þar sem hugtakið „óflekkað mannorð“ heldur sér en það er gert þar sem kveðið er á um í stjórnarskrá að þingmenn skuli hafa óflekkað mannorð. Samkvæmt drögunum mega dómarar landsins aldrei hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eftir að átján ára aldri er náð. Hið sama gildir um sérfróða meðdómendur, skiptastjóra, lögreglumenn og stjórnarmenn ýmissa ríkisstofnana.Sjá einnig: Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Þá verður það gert að skilyrði fyrir veitingu lögmannsréttinda að umsækjandi hafi aldrei hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Víkja má frá því skilyrði þegar fimm ár eru liðin frá því að afplánun lauk að fenginni umsögn frá Lögmannafélagi Íslands. Við matið skal líta til eðlis brotsins, hagsmuna sem brotið var gegn, ásetningi, hvort brotið hafi verið framið í atvinnurekstri og tjónið sem af hlaust. Þá er einnig skylt að líta til háttsemi umsækjanda frá því að afplánun lauk. Ekki verður heimilt að beita undanþágunni ef eðli brotsins og háttsemi umsækjanda er til þess fallið að rýra það traust sem lögmenn þurfa að njóta. Tilefni lagasetningarinnar er brottfall ákvæða um uppreist æru úr almennum hegningarlögum sem samþykkt var síðasta haust. Eftir brottfallið hefur ríkt hálfgert lagalegt tómarúm fyrir dómþola sem dæmdir hafa verið til missis borgaralegra réttinda. „Með brottfalli [uppreistar æru] eru stjórnarskrárvarin réttindi skert. Slíkt brottfall getur einnig haft áhrif á stjórnarskrárvarið atvinnufrelsi. Ef ákvæðið er fellt brott en endurskoðun á öðrum lögum fer ekki fram benda dómar Mannréttindadómstóls Evrópu til þess að slíkt ástand sé ólögmæt skerðing mannréttinda,“ sagði meðal annars í umsögn allsherjar- og menntamálanefndar þegar ákvæði um uppreist æru var fellt úr hegningarlögum síðasta haust.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Tengdar fréttir Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30 Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57 Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Öllum gögnum um mál Roberts Downey eytt Önnu Katrínu Snorradóttur, sem kærði Robert Downey í sumar fyrir kynferðisbrot, hefur verið tjáð að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Það sé bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í febrúar 2015. 14. desember 2017 06:30
Forsetinn bað þolendur Roberts Downey afsökunar Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Halla Ólöf Jónsdóttir hafa undanfarna mánuði rætt sín og milli og opinberlega um mál er varða uppreist æru, en þær urðu allar fyrir kynferðisofbeldi af hendi Robert Downey. 9. nóvember 2017 16:57
Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. 27. september 2017 00:45