Vegrið kom í veg fyrir stórslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 07:13 Ætla má að vegriðið hafi bjargað mannslífum í þessu tilfelli. Skjáskot Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu. Samgöngur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu.
Samgöngur Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira