Vegrið kom í veg fyrir stórslys Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2018 07:13 Ætla má að vegriðið hafi bjargað mannslífum í þessu tilfelli. Skjáskot Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu. Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á framanákeyrslum á vegum landsins fyrstu fjóra mánuði ársins, í samanburði við sama tímabil 10 ár þar á undan. Í tilkynningu frá Samgöngustofu er greint frá því að fimm hafi látist af völdum framanákeyrslna það sem af er ári - samanborið við þrjá allt árið í fyrra. Samgöngustofa birti í morgun myndband af árekstri sem varð á Hellisheiði á Suðurlandsvegi. „Ljóst er að ef ekki hefði verið búið að setja vegrið þarna á milli hefðu afleiðingar þessa óhapps orðið mjög alvarlegt slys. Það hefði ekki verið hjá því komist að bifreiðarnar hefðu lent í framanákeyrslu á u.þ.b. 90 km hraða. Almennt gildir það viðmið að öryggisbúnaður, a.m.k. nýrra bifreiða, er ætlað að koma í veg fyrir banaslys á hraða sem er allt að 70km/klst,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að þær ráðstafanir sem hafa verið gerðar til aðskilnaðar akstursstefna og uppsetning vegriða á Íslandi á undanförnum árum, eins og sjá má í myndbandinu, hafi bjargað fjölda mannslífa og komið í veg fyrir mjög alvarleg slys. „Enn er þó eftir að vinna slíkar fyrirbyggjandi aðgerðir mjög víða á vegakerfinu en ljóst er að því fjármagni sem varið er til slíkra verkefna er vel varið,“ segir Samgöngustofa. Í tilkynningu segir jafnframt að þótt Íslendingar séu stærsti hluti slasaðra og látinna, vegna framanákeyrslna, þá hefur fjöldi slasaðra og látinna erlendra ferðamanna rúmlega tvöfaldast frá því í fyrra. Slösuðu erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 138% á milli ára á meðan fjöldi Íslendinga hækkaði um 49%. Það er því hlutfallslega mun meiri aukning erlendra ferðamanna í þessari tegund slysa. Heildarfjöldi slasaðra og látinna í framanákeyrslum fyrstu fjóra mánuði ársins 2018 hækkaði um 64% frá sama tímabili ársins 2017. Myndbandið má sjá hér að neðan.Uppfært klukkan 14:30Áreksturinn varð á Hellisheiði, ekki í Svínahrauni eins og sagði í fyrstu tilkynningu frá Samgöngustofu.
Samgöngur Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira