Bandarískir stjórnmálamenn hafi viljað fórna milliríkjasambandinu á altari eigin frama Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júlí 2018 16:13 Rússlandsforseti kvartar yfir bandarískum stjórnmálamönnum sem hafi reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna. Vísir/getty Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar „bandarísk öfl“ um að reyna að grafa undan og gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst á leiðtogafundinum í Helsinki með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Fréttastofa Reuters hefur eftir Rússlandsforseta að ýmsir bandarískir stjórnmálamenn hafðu reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna til að þjóna eigin hagsmunum og til að hljóta framgang innan stjórnmálaflokka. Þetta sagði Pútín í ræðu í höfuðborg Rússlands í dag á fundi með sendiherrum. Hann sagði að leiðtogafundurinn, sem fór fram í Helsinki í Finnlandi, hefði gengið vel og að leiðtogarnir tveir hefðu unnið að því að styrkja tengsl þjóðanna. „Fundurinn gekk, heilt yfir, vel og leiddi til þess að við komumst að ákveðnu samkomulagi. Við munum, að sjálfsögðu, sjá til hvernig þetta þróast,“ sagði Pútín sem fékkst ekki til þess að greina nánar frá þeirri niðurstöðu sem þjóðarleiðtogarnir eiga að hafa sæst á. Hann segir að þrátt fyrir að fundurinn hafi gengið vel sé það ljóst að ákveðin öfl innan Bandaríkjanna gefi ekki mikið fyrir milliríkjasamband Rússlands og Bandaríkjanna. Pútín segir það gefa augaleið að það séu hátt settir einstaklingar í Bandaríkjunum sem veigri sér ekki við að fórna hagsmunum landsins alls á altari eigin frama sem einskorðist við hinn flokkspólitíska vettvang.Vill hlúa að sambandi ríkjanna Pútín segir að þrátt fyrir að leiðtogarnir hefðu stigið fyrstu skrefin í átt til farsælla milliríkjasambands væri enn langt í land og skyldi engan undra, segir Pútin, að leiðtogarnir hefðu ekki getað leyst öll vandamál sem hefðu komið upp á undanförnum árum og áratugum á leiðtogafundi þeirra í Helsinki. Bandaríkin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sakar „bandarísk öfl“ um að reyna að grafa undan og gera lítið úr þeim árangri sem hafi náðst á leiðtogafundinum í Helsinki með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.Fréttastofa Reuters hefur eftir Rússlandsforseta að ýmsir bandarískir stjórnmálamenn hafðu reynt að grafa undan sambandi Rússlands og Bandaríkjanna til að þjóna eigin hagsmunum og til að hljóta framgang innan stjórnmálaflokka. Þetta sagði Pútín í ræðu í höfuðborg Rússlands í dag á fundi með sendiherrum. Hann sagði að leiðtogafundurinn, sem fór fram í Helsinki í Finnlandi, hefði gengið vel og að leiðtogarnir tveir hefðu unnið að því að styrkja tengsl þjóðanna. „Fundurinn gekk, heilt yfir, vel og leiddi til þess að við komumst að ákveðnu samkomulagi. Við munum, að sjálfsögðu, sjá til hvernig þetta þróast,“ sagði Pútín sem fékkst ekki til þess að greina nánar frá þeirri niðurstöðu sem þjóðarleiðtogarnir eiga að hafa sæst á. Hann segir að þrátt fyrir að fundurinn hafi gengið vel sé það ljóst að ákveðin öfl innan Bandaríkjanna gefi ekki mikið fyrir milliríkjasamband Rússlands og Bandaríkjanna. Pútín segir það gefa augaleið að það séu hátt settir einstaklingar í Bandaríkjunum sem veigri sér ekki við að fórna hagsmunum landsins alls á altari eigin frama sem einskorðist við hinn flokkspólitíska vettvang.Vill hlúa að sambandi ríkjanna Pútín segir að þrátt fyrir að leiðtogarnir hefðu stigið fyrstu skrefin í átt til farsælla milliríkjasambands væri enn langt í land og skyldi engan undra, segir Pútin, að leiðtogarnir hefðu ekki getað leyst öll vandamál sem hefðu komið upp á undanförnum árum og áratugum á leiðtogafundi þeirra í Helsinki.
Bandaríkin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45 Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Furðu lostnir eftir „hrikalegan“ fund Trumps og Pútíns Óhætt er að segja að helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna séu furðu lostnir eftir blaðamannafund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í gær. 17. júlí 2018 14:45
Trump segist hafa mismælt sig Forsetinn segist trúa niðurstöðum leyniþjónusta Bandaríkjanna um afskipti Rússlands af forsetakosingunum 2016. 17. júlí 2018 19:06