Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 15:50 Úr Grundarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Tilkynnt var um niðurstöðuna á fundi með starfsfólki verksmiðjunnar í dag og taka uppsagnir gildi um næstu mánaðamót. „Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ segir í tilkynningu frá FISK. „Alls munu nítján manns fá uppsagnarbréf sín í kjölfar fundarins í dag en tveimur er boðið að vinna áfram að frágangi í verksmiðjunni og undirbúningi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum. FISK Seafood segist harma þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrifum.Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood.„Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækkar í verði, kemur nú orðið að langmestu leyti erlendis frá. Gengi íslensku krónunnar, stóraukinn launakostnaður og aðrar innlendar kostnaðarhækkanir ráða einnig miklu um versnandi afkomu og við núverandi aðstæður er leiðin út úr vandanum því miður ekki einungis vandfundin heldur væntanlega ófær,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. 834 íbúar eru á Grundarfirði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir hafði samband við fráfarandi bæjarstjóra Grundarfjarðar, Þorstein Steinsson, og Björgu Ágústsdóttur sem tekur við starfinu 1. ágúst. Hvorugt þeirra hafði heyrt af uppsögnunum þegar blaðamaður hafði samband. „Það er alltaf ömurlegt þegar atvinnutækifærin eru að flosna upp,“ sagði Þorsteinn sem var á fundi þegar blaðamaður náði rétt í skottið á honum. Grundarfjörður Tengdar fréttir Skaginn 3X og Fisk Seafood semja um búnað fyrir Drangey Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku. 25. apríl 2017 19:27 Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut 8. október 2012 00:01 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Ákvörðun hefur verið tekin um að loka rækjuvinnslu FISK Seafood ehf. í Grundarfirði. Tilkynnt var um niðurstöðuna á fundi með starfsfólki verksmiðjunnar í dag og taka uppsagnir gildi um næstu mánaðamót. „Veiðar og vinnsla rækju hafa átt erfitt uppdráttar hérlendis á undanförnum árum og er ákvörðunin tekin í ljósi langvarandi tapreksturs í Grundarfirði sem ekki virðist gerlegt að vinda ofan af við núverandi aðstæður,“ segir í tilkynningu frá FISK. „Alls munu nítján manns fá uppsagnarbréf sín í kjölfar fundarins í dag en tveimur er boðið að vinna áfram að frágangi í verksmiðjunni og undirbúningi sölu tækja og búnaðar á allra næstu mánuðum. FISK Seafood segist harma þessar málalyktir en vekur athygli á að rekstrarumhverfi veiða og vinnslu rækju á Íslandi hefur breyst verulega á undanförnum árum með óhjákvæmilegum samdráttaráhrifum.Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood.„Það er sárt að horfast í augu við þennan veruleika. Rækjuveiðar við Íslandsstrendur eru orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét og hráefnið, sem stöðugt hækkar í verði, kemur nú orðið að langmestu leyti erlendis frá. Gengi íslensku krónunnar, stóraukinn launakostnaður og aðrar innlendar kostnaðarhækkanir ráða einnig miklu um versnandi afkomu og við núverandi aðstæður er leiðin út úr vandanum því miður ekki einungis vandfundin heldur væntanlega ófær,“ segir Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood ehf. 834 íbúar eru á Grundarfirði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísir hafði samband við fráfarandi bæjarstjóra Grundarfjarðar, Þorstein Steinsson, og Björgu Ágústsdóttur sem tekur við starfinu 1. ágúst. Hvorugt þeirra hafði heyrt af uppsögnunum þegar blaðamaður hafði samband. „Það er alltaf ömurlegt þegar atvinnutækifærin eru að flosna upp,“ sagði Þorsteinn sem var á fundi þegar blaðamaður náði rétt í skottið á honum.
Grundarfjörður Tengdar fréttir Skaginn 3X og Fisk Seafood semja um búnað fyrir Drangey Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku. 25. apríl 2017 19:27 Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut 8. október 2012 00:01 Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Skaginn 3X og Fisk Seafood semja um búnað fyrir Drangey Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku. 25. apríl 2017 19:27
Samherji og FISK Seafood eiga 75 prósenta hlut í Olís Viðskipti Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga (KS), eiga 37,5 prósenta hlut hvor í Olís. Kaupum félaganna á hlutnum eru sett ýmis skilyrði, meðal annars að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en eins prósents hlut í þeim mega ekki sitja samtímis í stjórn Olís svo að ekki verði til vettvangur fyrir samskipti keppinauta. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um málið sem birt var á fimmtudag. Fyrrum aðaleigendur Olís, þeir Einar Benediktsson forstjóri þess og Gísli Baldur Garðarsson, eiga nú 25 prósenta hlut 8. október 2012 00:01
Fisk Seafood kaupir Soffanías Cecilsson Samkomulagið er með fyrirvörum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins. 12. september 2017 10:26