Söguleg stund í Skotlandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2018 08:30 Haraldur Franklín Magnús brýtur blað í sögunni í dag. vísir/getty Það verður stór stund þegar Haraldur Franklín Magnús slær af teig á Opna breska meistaramótinu í golfi um klukkan níu í dag. Haraldur er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem keppir á risamóti í golfi. Opna breska er elst af risamótunum fjórum í golfi en mótið í ár er það 147. í röðinni. Það fer að þessu sinni fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi en hann þykir einn sá erfiðasti á Bretlandseyjum. Þetta er í áttunda sinn sem Opna breska fer fram á Carnoustie. Þegar það var haldið síðast á vellinum, árið 2007, bar Írinn Pádraig Harrington sigur úr býtum. Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann Opna breska í fyrra og hann er með í ár líkt og allir sterkustu kylfingar heims. Sextán fyrrverandi meistarar á Opna breska eru með að þessu sinni, meðal annars Tiger Woods sem er að ná vopnum sínum á ný eftir erfið ár. Hann hefur unnið Opna breska í þrígang (2000, 2005 og 2006). Haraldur tryggði sér sæti á Opna breska með því að lenda í 2. sæti á úrtökumóti í Kent á Englandi í byrjun mánaðarins. Í sætinu á eftir honum var ekki ómerkari kylfingur en Retief Goosen frá Suður-Afríku sem vann Opna bandaríska meistaramótið tvisvar á sínum tíma. Haraldur hefur undanfarin tvö ár leikið á Nordic League-mótaröðinni, þeirri þriðju sterkustu í Evrópu. Hann er því að fara að takast á við sitt stærsta verkefni á ferlinum á Carnoustie. Fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska er Haraldur í ráshóp með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Alls hefja 156 kylfingar leik á Opna breska í ár. Að minnsta kosti 70 þeirra komast í gegnum niðurskurðinn. Mótinu lýkur á sunnudaginn. Golf Tengdar fréttir Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15 Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30 Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það verður stór stund þegar Haraldur Franklín Magnús slær af teig á Opna breska meistaramótinu í golfi um klukkan níu í dag. Haraldur er fyrsti íslenski karlkylfingurinn sem keppir á risamóti í golfi. Opna breska er elst af risamótunum fjórum í golfi en mótið í ár er það 147. í röðinni. Það fer að þessu sinni fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi en hann þykir einn sá erfiðasti á Bretlandseyjum. Þetta er í áttunda sinn sem Opna breska fer fram á Carnoustie. Þegar það var haldið síðast á vellinum, árið 2007, bar Írinn Pádraig Harrington sigur úr býtum. Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth vann Opna breska í fyrra og hann er með í ár líkt og allir sterkustu kylfingar heims. Sextán fyrrverandi meistarar á Opna breska eru með að þessu sinni, meðal annars Tiger Woods sem er að ná vopnum sínum á ný eftir erfið ár. Hann hefur unnið Opna breska í þrígang (2000, 2005 og 2006). Haraldur tryggði sér sæti á Opna breska með því að lenda í 2. sæti á úrtökumóti í Kent á Englandi í byrjun mánaðarins. Í sætinu á eftir honum var ekki ómerkari kylfingur en Retief Goosen frá Suður-Afríku sem vann Opna bandaríska meistaramótið tvisvar á sínum tíma. Haraldur hefur undanfarin tvö ár leikið á Nordic League-mótaröðinni, þeirri þriðju sterkustu í Evrópu. Hann er því að fara að takast á við sitt stærsta verkefni á ferlinum á Carnoustie. Fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska er Haraldur í ráshóp með James Robinson frá Englandi og Zander Lombard frá Suður-Afríku. Alls hefja 156 kylfingar leik á Opna breska í ár. Að minnsta kosti 70 þeirra komast í gegnum niðurskurðinn. Mótinu lýkur á sunnudaginn.
Golf Tengdar fréttir Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15 Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30 Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15
Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30
Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00