Rodong Sinmun, ríkisdagblað Norður-Kóreu, birti í gær sex fréttir um heimsóknir Kim Jung-un í fyrirtæki þar í landi. Í þeim kom fram óvenju hörð gagnrýni á embættismenn einræðisherrans og almennt starfsfólk.
Gagnrýndi Kim til að mynda harðlega að ekki hefði enn tekist að klára byggingu Orangchon-vatnsaflsvirkjunarinnar þótt framkvæmdir hefðu hafist fyrir sautján árum. Þá var hann afar óánægður með hversu skítug baðkörin í Onpho-sumarbúðunum væru.
„Þegar hann skoðaði baðherbergi búðanna benti hann á afar slæmt ásigkomulag þess, sagði baðkörin óhrein vegna lélegrar frammistöðu yfirmanna. Ef búðirnar eru gagnrýndar á þennan hátt eru stjórnendur þeirra að syndga og koma óorði á hina miklu leiðtoga sem byggðu sumarbúðirnar,“ sagði meðal annars í blaðinu. Sagði þar að Kim hefði tjáð viðstöddum þá trú sína að flokknum myndi takast að auka lífsgæði íbúa til muna með því að hvetja verkamenn til dáða.
Með framgöngu sinni mun Kim vera að benda á mikilvægi umbóta í atvinnulífinu og hagkerfinu. Hann vilji jafnframt sýna erlendum fjölmiðlum þessa hlið á sér. Það er að segja að hann sé að einbeita sér að lífsgæðum Norður-Kóreumanna, sem hann beitir reyndar grófum mannréttindabrotum, en ekki hergagnasmíði.
Æfur yfir leti samlanda sinna

Tengdar fréttir

Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“
Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun.

Norður-Kórea hættir við árlega mótmælagöngu gegn Bandaríkjunum
Aflýsing mótmælagöngu Norður Kóreu gegn Bandaríkjunum er talin gott tákn fyrir samband þjóðanna.

Kim Jong-un sparkar þremur æðstu embættismönnum hersins
Þrír æðstu embættismenn norður-kóreska hersins hafa verið reknir úr embætti og yngri menn sem taldir eru hliðhollari Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið skipaðir í embætti í stað þeirra.