Handritin markvisst notuð í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 19:30 Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Gömlu handritin hafa haft og hafa enn mikil áhrif á sjálfsmynd Íslendinga að mati sýningarstjóra á sýningu um verðmætustu handrit þjóðarinnar og margs konar list í gegnum aldirnar en sýningin var formlega opnuð í dag. Forseti Íslands var fullur tilhlökkunar þegar hann á staðinn. Við sögðum frá því í síðustu viku þegar elsta handrit Njálssögu og Ormsbók, eitt höfuðrita Snorra Eddu, komu til landsins að láni frá Danmörku í tilefni hundrað ára afmælis lýðveldisins og í raun sjálfstæði Íslendinga. Á næstu vikum og mánuðum gefst fólki kostur á að berja augum tvö verðmætustu handrit Íslendinga hér í listasafni Íslands. Þessi tvö handrit hafa ekki verið á íslandi frá því á sautjándu öld. En þau eru varðveitt í stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. En það eru líka fleiri skjöl til sýnis á sýningunni. Til að mynda eintök af stjórnarskránni og gamla sáttmála frá 1262. Sigrún Alba Sigurðardóttir sýningarstjóri segir marga hafa kallað fullveldislögin nýja sáttmála en einnig má finna á sýningunni nútímalist í bland við verk eldri listamanna. „Við viljum bjóða þjóðinni til samtals um fullveldið. Á sýningunni spyrjum við ýmissa spurninga sem varða fullveldið. Er það sjálfgefið, kemur það til með að vara að eilífu,“ segir Sigrún Alba. Guðni Th. Jóhannesson, sjötti forseti íslenska lýðveldisins, var eins og langflestir aðrir í höfuðborginni í sólskinsskapi þegar hann kom á tveimur jafnfljótum á opnun sýningarinnar í dag sem verður opin án endurgjalds á morgun.Sameinast nú áhugi og tilhlökkun sagnfræðingsins og forsetans í einum og sama manninum?„Ætli það megi ekki segja það.“Hefur þú séð þessi gömlu handrit áður sem eru hérna?„Ekki berum augum nei. En hlakka til,“ sagði Guðni. Og það voru fleiri með sólskin í sálinni en forsetinn í blíðskaparveðrinu í dag en þrjár menningarstofnanir landsins, Árnastofnun, Þjóðskjalasafnið og Listasafn Íslands hafa unnið mánuðum saman að undirbúningi sýningarinnar. Sýningarstjórinn segir handritin markvisst hafa verið notuð í sjálfstæðisbaráttunni.Tengjast hreint og beint sjálfsmynd Íslendinga?„Mjög sterkt og ýmis önnur atriði sem varða sjálfsmyndina. Eins og í sambandslagasamningnum er kveðið á um hlutleysi Íslands. Þetta er eitthvað sem hefur líka mikið að gera með sjálfsmynd þjóðarinnar að gera,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira