Búvöruframleiðsla og misvægi atkvæða Þröstur Ólafsson skrifar 18. júlí 2018 07:00 Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur bóndakonu úr Fljótshlíðinni í Fréttablaðinu 7. júní sl. var í senn fróðlegt og átakanlegt. Minnti mig á flutning foreldra minna úr annarri sveit á öðrum tíma. Jörðin, búsmalinn og starfið hnýtast þétt saman. Ef eitt brestur riðlast hitt. Sársaukinn var áþreifanlegur. Ástæða flóttans var afkomuleysi starfans. Enn einn sauðfjárbóndinn bregður búi. Fróðlegt var viðtalið því í máli Guðrúnar komu fram áhugaverðar mótsagnir. Hún skellir skuldinni á afurðastöðvarnar, sem ekki borgi lífvænlegt verð fyrir afurðirnar, en segir jafnframt: „Þeir (afurðastöðvarnar, innsk. ÞÓ.) segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og greiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takt við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð.“ Hér er bæði talað og hugsað skýrt. Aðalatriðið er of mikil kindakjötsframleiðsla, þess vegna borga afurðastöðvarnar lágt verð. Þegar offramboð helst í hendur við afurðarýran atvinnuveg, þá fer óhjákvæmilega illa. Sauðkindin er afurðarýr skepna. Framleiðir á bilinu 20-35 kg af beinakjöti árlega. Aðeins hirðingjaþjóðir í fátækum löndum eða á svæðum þar sem landnæði er nánast óendanlegt gera sauðfjárbúskap að burðarási afkomunnar. Ef sauðfjárbúskapur á að verða atvinnuvegur sem skilar bændum bjargálna kjörum verður að snúa af þessari útflutnings- og offramleiðslubraut. Niðurgreiðsla á útflutningi kindakjöts, svo ekki sé talað um kolefnissporið sem hann veldur, varir ekki til frambúðar.Sagan og þróunin Grunnhugsun landbúnaðarkerfisins er sú að sneiða hjá „lögmálum markaðsins“ og framleiða óháð eftirspurn. Sú aðferð að binda sauðfjárbændur á klafa offramleiðslustefnu, sem síðan þarf að skera úr snörunni með viðbótar framlögum úr ríkissjóði, er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra stjórnmálaflokka sem styðja þetta rangsnúna kerfi. Það er þessi forysta sem hefur brugðist. Gamla bændasamfélagið, staðnað og valdbeitingarsjúkt, ríkti hér um aldir. Ekkert óttuðust stórbændur og embættismenn þeirra tíma frekar en breytingar. Þeir voru sáttir við þau völd sem óbreytt ástand færði þeim. Sérhverri tilraun til breytinga var harðlega refsað. Ánauð og réttindaleysi vinnufólks og smábænda hér var algjört. Vistarbandið sá til þess að hér á landi mynduðust engir markaðir. Fólki var meinað að setjast að og mynda þéttbýli, samfélag. Hér ríkti þar að auki bann við verslun við útlendinga, aðra en danska kaupmenn, sem höfðu öll skiptakjör i hendi sér. Markaðir eru afkvæmi samfélaga. Þar skiptast menn á hugmyndum, kaupa og selja afurðir, vinna úr og koma á framfæri þekkingarbrotum og margvíslegum upplýsingum, einnig vinnu. Markaðir eru aflvakar framfara og þróunar. Þeir urðu ekki til hér á landi fyrr en síðla á nítjándu öld. Bændur, ekki frekar en flestir aðrir landsmenn, þekktu því ekki markaðsviðskipti. Hugmyndafræði gegn staðreyndum Með tilkomu frjálsrar verslunar og síðar viðskipta var ljóst að landbúnaðurinn, sem var þá yfirburða stærsti atvinnuvegurinn, myndi þurfa að breytast. Búskaparhættirnir lentu í vörn, gátu ekki keppt um vinnuafl við aðra atvinnuvegi. Með lagasetningu var beinlínis komið í veg fyrir stórbúskap í landinu. Hugmyndafræði Framsóknarflokksins, öflugasta flokksins, var sú að snúast gegn breytingum í landbúnaðarmálum, snúa vörn í sókn og beita ríkisvaldinu til að vernda hefðbundnar búgreinar. Taka átti markaðskerfið úr sambandi. Róið var andsælis tímans straumi. Pólitískan styrk Framsóknarflokksins mátti ekki síst rekja til mikils misvægis atkvæða eftir búsetu. Þeir neituðu að horfast í augu við breytta tíma og vildu framlengja yfirvöld bændastéttarinnar í landsmálum til að halda í horfinu. Þarna hófst vandinn. Því urðu atkvæði í dreifbýli að vega þyngra en á mölinni. Þetta leiddi m.a. til þess að landbúnaðurinn var styrktur og framleiðsla aukin langt umfram innanlandsþarfir. Það kallaði svo á ríkisstyrktan útflutning með fyrrgreindum afleiðingum sem vitnað er til hér að framan. Þetta misvægi atkvæða og landbúnaðarstefna byggð á því, hefur snúist gegn hagsmunum landbúnaðarins, og þar með sveitanna, sem ekki fá að aðlaga sig breyttum tímum eins og aðrar atvinnugreinar. Stjórnmálamenn vilja nefnilega ekki sleppa þessum fengsælu miðum til að treysta völd sín, óháð því hvort það gagnist þeim sem þar lifa og starfa.Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Viðtal við Guðrúnu Stefánsdóttur bóndakonu úr Fljótshlíðinni í Fréttablaðinu 7. júní sl. var í senn fróðlegt og átakanlegt. Minnti mig á flutning foreldra minna úr annarri sveit á öðrum tíma. Jörðin, búsmalinn og starfið hnýtast þétt saman. Ef eitt brestur riðlast hitt. Sársaukinn var áþreifanlegur. Ástæða flóttans var afkomuleysi starfans. Enn einn sauðfjárbóndinn bregður búi. Fróðlegt var viðtalið því í máli Guðrúnar komu fram áhugaverðar mótsagnir. Hún skellir skuldinni á afurðastöðvarnar, sem ekki borgi lífvænlegt verð fyrir afurðirnar, en segir jafnframt: „Þeir (afurðastöðvarnar, innsk. ÞÓ.) segja að útflutningurinn kosti svo mikið. Samt var síðasti búvörusamningur gerður þannig að þar var verðlaunað fyrir fjölgun fjár. Ég var í stjórn bændasamtakanna þá og greiddi atkvæði gegn samningnum sem var algerlega úr takt við þær aðstæður sem voru og eru. Dæmið á að snúast um framboð og eftirspurn innanlands og ef fólk vill framleiða til útflutnings, þá gerir það slíkt á eigin ábyrgð.“ Hér er bæði talað og hugsað skýrt. Aðalatriðið er of mikil kindakjötsframleiðsla, þess vegna borga afurðastöðvarnar lágt verð. Þegar offramboð helst í hendur við afurðarýran atvinnuveg, þá fer óhjákvæmilega illa. Sauðkindin er afurðarýr skepna. Framleiðir á bilinu 20-35 kg af beinakjöti árlega. Aðeins hirðingjaþjóðir í fátækum löndum eða á svæðum þar sem landnæði er nánast óendanlegt gera sauðfjárbúskap að burðarási afkomunnar. Ef sauðfjárbúskapur á að verða atvinnuvegur sem skilar bændum bjargálna kjörum verður að snúa af þessari útflutnings- og offramleiðslubraut. Niðurgreiðsla á útflutningi kindakjöts, svo ekki sé talað um kolefnissporið sem hann veldur, varir ekki til frambúðar.Sagan og þróunin Grunnhugsun landbúnaðarkerfisins er sú að sneiða hjá „lögmálum markaðsins“ og framleiða óháð eftirspurn. Sú aðferð að binda sauðfjárbændur á klafa offramleiðslustefnu, sem síðan þarf að skera úr snörunni með viðbótar framlögum úr ríkissjóði, er að sjálfsögðu á ábyrgð þeirra stjórnmálaflokka sem styðja þetta rangsnúna kerfi. Það er þessi forysta sem hefur brugðist. Gamla bændasamfélagið, staðnað og valdbeitingarsjúkt, ríkti hér um aldir. Ekkert óttuðust stórbændur og embættismenn þeirra tíma frekar en breytingar. Þeir voru sáttir við þau völd sem óbreytt ástand færði þeim. Sérhverri tilraun til breytinga var harðlega refsað. Ánauð og réttindaleysi vinnufólks og smábænda hér var algjört. Vistarbandið sá til þess að hér á landi mynduðust engir markaðir. Fólki var meinað að setjast að og mynda þéttbýli, samfélag. Hér ríkti þar að auki bann við verslun við útlendinga, aðra en danska kaupmenn, sem höfðu öll skiptakjör i hendi sér. Markaðir eru afkvæmi samfélaga. Þar skiptast menn á hugmyndum, kaupa og selja afurðir, vinna úr og koma á framfæri þekkingarbrotum og margvíslegum upplýsingum, einnig vinnu. Markaðir eru aflvakar framfara og þróunar. Þeir urðu ekki til hér á landi fyrr en síðla á nítjándu öld. Bændur, ekki frekar en flestir aðrir landsmenn, þekktu því ekki markaðsviðskipti. Hugmyndafræði gegn staðreyndum Með tilkomu frjálsrar verslunar og síðar viðskipta var ljóst að landbúnaðurinn, sem var þá yfirburða stærsti atvinnuvegurinn, myndi þurfa að breytast. Búskaparhættirnir lentu í vörn, gátu ekki keppt um vinnuafl við aðra atvinnuvegi. Með lagasetningu var beinlínis komið í veg fyrir stórbúskap í landinu. Hugmyndafræði Framsóknarflokksins, öflugasta flokksins, var sú að snúast gegn breytingum í landbúnaðarmálum, snúa vörn í sókn og beita ríkisvaldinu til að vernda hefðbundnar búgreinar. Taka átti markaðskerfið úr sambandi. Róið var andsælis tímans straumi. Pólitískan styrk Framsóknarflokksins mátti ekki síst rekja til mikils misvægis atkvæða eftir búsetu. Þeir neituðu að horfast í augu við breytta tíma og vildu framlengja yfirvöld bændastéttarinnar í landsmálum til að halda í horfinu. Þarna hófst vandinn. Því urðu atkvæði í dreifbýli að vega þyngra en á mölinni. Þetta leiddi m.a. til þess að landbúnaðurinn var styrktur og framleiðsla aukin langt umfram innanlandsþarfir. Það kallaði svo á ríkisstyrktan útflutning með fyrrgreindum afleiðingum sem vitnað er til hér að framan. Þetta misvægi atkvæða og landbúnaðarstefna byggð á því, hefur snúist gegn hagsmunum landbúnaðarins, og þar með sveitanna, sem ekki fá að aðlaga sig breyttum tímum eins og aðrar atvinnugreinar. Stjórnmálamenn vilja nefnilega ekki sleppa þessum fengsælu miðum til að treysta völd sín, óháð því hvort það gagnist þeim sem þar lifa og starfa.Höfundur er hagfræðingur
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar