Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann engan mann með eggvopn í Heimahverfinu í gær en tilkynningar bárust um að sést hefði til mannsins í hverfinu. Að sögn Jóhanns Karl Þórissonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, fannst enginn maður og voru tilkynningar til lögreglu um hann óljósar.
Á tíunda tímanum í gærkvöldi mátti sjá þrjá lögreglubíla sem voru lagðir fyrir utan verslunarkjarnann Glæsibæ í Álfheimum en skömmu síðar höfðu sérsveitarmenn bæst í hópinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í gærkvöldi hafði maðurinn sést hér og þar í hverfinu en talið var að maðurinn hefði verið inni á einhverjum bara. Fór lögreglan meðal annars inn í verslun Iceland og inn á Ölver í Glæsibæ til að leita að manninum.
